Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

19. fundur 15. nóvember 2010

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2010 mánudaginn 15. nóvember kl: 17 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana. Eftir farandi dagskrárbreyting samþykkt:

Skýrsla sveitarstjóra færist fram um einn lið en heimsókn frá Þróunarfélaginu verður síðust á dagskránni.

1. Ný heimasíða „borgarfjordureystri.is“

,,Ferðamálahópur Borgarfjarðar fer þess á leit við hreppsnefnd að Borgarfjarðarhreppur komi að/taki þátt í að kosta

nýja heimasíðu sem hópurinn er að láta smiða fyrir samfélag og ferðamál á Borgarfirði.” Hreppsnefndarmenn voru

sammála um að sjálfsagt væri að taka þátt í verkefninu.

 

2. Bréf til sveitarstjórnar

Beiðni um fjárstyrk frá Stígamótum verður afgreidd við gerð fjárhagsáætlunar.

 

3. Skýrsla sveitarstjóra.

Milliuppgjör jan. – sept. 2010

Fjárhagsstaða Borgarfjarðarhrepps er í allgóðu samræmi við fjárhagsáætlun.

Rætt um stöðu undirbúnings vegna tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til

sveitarfélaga 1. jan. 2011. Borgarfjarðarhreppur er á sama þjónustusvæði og

Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður, Vopnafjarðar-, Fljótsdals- og

Djúpavogshreppar. Sveitarstjóri sótti kynningarfund um málið í byrjun

mánaðarins og fór yfir gögn frá þeim fundi með hreppsnefndarmönnum.

 

4. Heimsókn framkvæmdastjóra Þróunarfélags Austurlands

Hafliði Hafliðason mætti á fundinn kl: 18 oddviti bauð hann velkominn.

Hafliði kynnti starfsemi Þróunarfélagsins og svaraði spurningum hreppsnefndarmanna.

Stefnt að almennum fundi um atvinnumál með aðkomu Þróunarfélagsins í febrúar.

 

Fundi slitið kl: 19.00 Kristjana Björnsdóttir ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?