Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

18. fundur 01. nóvember 2010

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2010 mánudaginn 1. nóvember kl: 17 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar og Ólafur. Fyrsti varamaður Bjarni Sveinsson mættur

í stað Kristjönu.

1. Erindi frá Þjóðskrá vegna kjörskrár fyrir stjórnlagaþing.

Sveitarstjóra falið að ganga frá kjörskránni.

2. Fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafnsins.

Framlög aðildarsveitarfélaganna 2011 áætluð 17.1 milj. hlutur Borgarfjarðarhrepps 341 þúsund.

Áætlunin rædd og samþykkt.

3. Fundargerð Skipulags og bygginganefndar 26.10.2010.

Sótt um byggingarleyfi fyrir Bakkaveg 10. Grendarkynning hefur farið fram og bárust athugasemdir frá einum aðila.

Skipulags og byggingarnefnd telur þær ekki þess eðlis þær hafi áhrif á byggingarleyfið.

Sótt um leyfi til byggingar færanlegra timburhúsa með hvelfdu þaki í landi Stakkahlíðar í Loðmundarfirði.

Afgreiðslu frestað þar sem málið er í vinnslu.

Fundargerðin rædd samþykkt samhljóða.

4. Rætt um gerð fjárhagsáætlunar 2011, stefnt að vinnu við áætlunina frá miðjum nóvember.

5. Skýrsla sveitarstjóra.

a. Fundað með þingmönnum í kjördæmaviku og m.a. rætt um samgöngu og heilbrigðismál. b. Rætt um endurskoðun samnings

um Minjasafn Austurlands. c. Framkvæmdir eru hafnar við höfnina og að hefjast við gatnagerð á Bökkum. d. Veiddir refir 2010 eru 31

og minnkar 32, heildarkostnaður kr. 890 þús.

Fundi slitið kl. 1845.

Jón Þórðarson ritaði.

Getum við bætt efni þessarar síðu?