Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2010 mánudaginn 18. október kl: 17 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar og Kristjana. Fyrsti varamaður
Bjarni Sveinsson mættur í stað Ólafs.
- Markaðsstofa Austurlands
Ósk um viðræður vegna þátttöku sveitarfélaga í rekstri Markaðsstofunnar.
Hreppsnefndin er tilbúin til viðræðna um áframhaldandi samstarf.
- Skýrsla sveitarstjóra
Fram kom m.a. að fjárhagsstaða Fjarðaborgar er með betra móti, pöntuð hefur verið varmadæla fyrir félagsheimilið
sem væntanlega kemur til með að draga verulega úr hitunarkostnað. Sagt frá fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra
sveitarfélaga og ársfundi Jöfnunarsjóðs en útlit er fyrir verulega skerðingu áframlagi næsta árs.
Búið er að ganga frá samningi við Yl ehf en þeir áttu lægsta tilboð í framkvæmdir við Höfnina.
Sótt verður um virðisaukaskattsnúmer fyrir Hafnarsjóð. Sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps í starfshópnum
,,Austfirsk eining” sem tekur við af starfshópnum Austurland eitt sveitarfélag.
Í bréfi frá Umhverfisstofnun er vakin athygli ,,á að í frumvarpi til fjárlaga 2011 er
ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til endurgreiðslu vegna refaveiða.”
- Heimsóknir: a) Einar Rafn Haraldsson frá HSA, b) Hafliði Hafliðason frá Þróunarfélagi Austurlands
Hafliði boðaði forföll og Stefán Þórarinsson mætti á fundinn í stað Einars Rafns.
Oddviti bauð Stefán velkominn á fundinn. Erindi Stefáns var að kynna hvaða
afleiðingar niðurskurður til HSA á fjárlögum 2011 hefur á reksturinn. Fram kom
að samdrátturinn kemur verst niður á sjúkrasviði meðan heilsugæslu- og hjúkrunarsvið verða ekki eins illa úti.
Löggöngum í Borgarfjarðarhreppi er lokiðannarstaðar en í sunnanverðum Loðmundarfirði.
Fundi slitið kl: 19.05 Kristjana Björnsdóttir
ritaði