Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

16. fundur 04. október 2010

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2010 mánudaginn 4. október kl: 17 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana

Oddviti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu þannig að tveir liðir bætast við auglýsta dagskrá, aukafjárveiting og gatnagerð.

Samþykkt einróma og dagskrármálin verða númer 4 og 5 og skýrsla sveitarstjóra færist aftur sem því nemur.

  1. Umsókn um lóð

Jakob vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi undir þessum lið, samþykkt einróma.

Jóhann Helgi Sigurðsson sækir um frístundalóðina að Bakkavegi 5. Samþykkt að úthluta Jóhanni lóðinni.

  1. Erindi vegna grenndarkynningar (athugasemdir við grenndarkynningu)

Málinu vísað til umfjöllunar hjá bygginganefnd.

  1. Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011

Ólafur vakti athygli á hugsanlegu undir þessum lið, fellt með 3 atkvæðum.

Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir Borgarfjarðarhrepp.

  1. Aukafjárveiting

Hreppsnefndin samþykkir allt að kr. 3,5 milljónir í aukafjárveitingu vegna undirbúnings frístundalóða við Bakkaveg 3, 5, 7, og 9.

  1. Gatnagerð

Kristjana vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi, var það samþykkt einróma. Jakob vakti einnig athygli á hugsanlegu vanhæfi sem

var samþykkt með 4 atkvæðum. Kristjana og Jakob viku af fundi undir þessum dagskrálið. Verkfræðistofa Austurlands

framkvæmdi verðkönnun fyrir hönd Borgarfjarðarhrepp í jarðvinnu og lagnavinnu vegna lagningar botnlanga vestur úr Bakkavegi.

Tvö tilboð bárust frá Ársverki ehf að upphæð 3.098.650 og Vélaleigu JHS ehf að upphæð 3.999.100.

Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Ársverk.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Sagt frá SSA þingi og landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga gögn og fleira sem við kemur Landsfundinum er að finna á

www.samband.is

Einnig var dreift fundargerð frá aðalfundi skólaráðs Borgarfjarðar eystri en það skipa: Guðrún Ásgeirsdóttir, Sveinn Hugi Jökulsson

Jóna Björg Sveinsdóttir, Hólmfríður Lúðvíksdóttir, Beata Miszewska, Freyja Jónsdóttir og Þorsteinn Kristjánsson.

Varamenn: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Sigurlína Kristjánsdóttir og Bryndís Snjólfsdóttir.

 

Fundi slitið kl: 18.35 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?