Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

15. fundur 20. september 2010

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 15. fundar á árinu 2010 mánudaginn 20. september kl: 17 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana.

1. Fundargerð Skólanefndar 16.09.2010

Þar kemur m.a. fram að skólanefnd hvetur til að samráðsfundir sveitastjóra, formanns skólanefndar og skólastjóra verði teknir upp að nýju. Rætt um úrbætur á aðkomu nemenda að skólanum. Hreppsnefndin tekur undir með skólanefnd og málið verður sett á framkvæmdalista. Í skólahaldsáætlun fyrir skólaárið 2010 til 2011 kemur fram 15 nemendur stunda nám við Grunnskóla Borgarfjaðar á haustönn og von er á einum til viðbótar í októmber. Skólahaldsáætlunin var samþykkt einróma.

2. Samningur um rekstur dvalarheimilis

Fyrir liggja drög að samningi um rekstur dvalarheimilis og leiguíbúða aldraðra við Lagarás 17 til 33 á Egilsstöðum. Eina efnislega breytingin frá fyrri samningi er að í stað þess að samningurinn gildi til fyrirfram ákveðins tíma er hann nú uppsegjanlegur af beggja hálfu með sex mánaða fyrirvara. Samþykkt einróma en bent er á óskýrt orðalag í 2. grein. Sveitastjóri mun koma ábendingum á framfæri.

3. Umsóknir um lóð

Kristjana og Jakob vöktu athygli á hugsanlegu vanhæfi. Þrír samþykktu vanhæfi Kristjönu, en vanhæfi Jakobs var samþykkt með fjórum atkvæðum. Viku þau af fundi undir þessum lið.

Tvær umsóknir eru um lóðina að Bakkavegi 7 frá Rannveigu Árnadóttur og Magnúsi Guðmundssyni annars vegar og hins vegar frá Jóhanni Helga Sigurðssyni. Rannveigu og Magnúsi var úthlutað lóðinni þar sem umsókn þeirra barst fyrr. Hreppsnefnd bendir á að enn eru lausar lóðir fyrir frístundahús við Bakkaveg.

4. Skýrsla sveitarstjóra

Farið yfir eftirlitsskýrslur HAUST frá 9. og 10. sept. Ýmsar athugasemdir gerðar og gera þarf úrbætur í samræmi við það. Einnig kom fram að uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2010 hefur borist. Framlag til Borgarfjarðarhrepps hækkaði um kr. 541.456.

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps lýsir áhyggjum vegna afkomu íbúa á Borgarfirði nú þegar Fiskverkun Kalla Sveins hefur boðað uppsagnir allra starfsmanna fyrirtækisins.

 

Fundi slitið kl: 19.15 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?