Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

14. fundur 06. september 2010

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 14. fundar á árinu 2010 mánudaginn 6. september kl: 17 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þ. Jón Sigmar, Ólafur og Bjarni í forföllum Kristjönu.

1. Fundargerð Skipulags og bygginganefndar 6. september 2010.

Lögð fram fundargerð Skipulags og bygginganefndar frá 6. september 2010 á dagskrá voru tvö mál. Umsókn um byggingarleyfi

fyrir Bakkaveg 10 sem samþykkt var að senda í grendarkynningu, og erindi vegna endurbóta á íbúðarhúsi á Grund. Fundargerðin

rædd og samþykkt.

2. Fulltrúi á hafnasambandsþing.

 

Sveitarstjóri tilnefndur sem fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.

3. Umsókn um lóð.

Einfríður Árnadóttir og Christer Magnusson sækja um lóðina Bakkaveg 9 fyrir frístundahús. Hreppsnefnd samþykkir umsóknina og

felur sveitarstjóra að ganga frá lóðaleigusamningi. Kannað verði fyrir næsta fund kostnaður við að gera lóðina tilbúna fyrir framkvæmdir.

4. Erindi frá foreldrafélagi grunnskólans.

Sveitarstjóra falið í samráði við skólastjóra að huga að tónlistakennslu fyrir skólaárið.

5. Skýrsla sveitarstjóra.

Farið yfir verkskýrslu um störf að ferðamálum í sveitarfélaginu. Sagt frá úthlutun úr styrkvegasjóði kr. ein miljón og rætt um

ráðstöfun fjárins. Samgönguáætlun 2011- 2014, sjóvarnir við gamla frystihús og utan við bræðsluna eru komnar á áætlun.

Farið yfir rekstratölur eftir 6 mánuði.

Fundi slitið kl: 18.45. Jón Þórðarson ritaði.

Getum við bætt efni þessarar síðu?