Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2010 mánudaginn 16. ágúst kl: 17 í Hreppsstofu,
fundurinn er aukafundur. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þ. Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur.
Einnig mættir til fundarins byggingafulltrúi Borgarfjarðarhrepps Sigurður Jónsson og Bjarni Björgvinsson lögmaður.
Dagskrá fundarins er samkvæmd fundargerð 03081012 dagskrárliðir 2 og 3.
2. Bréf til hreppsnefndar
Tekið fyrir bréf frá Sigurlaugi Elíassyni: Vegna skipulags og framkvæmda á lóðunum að Bakkavegi 7 og 10.
,,Með vísan til 71. grein byggingarreglugerðar og skriflegt álit Skipulagsstofnunar frá 23. nóvember 2009
bendi ég á að stöðuleyfi getur ekki átt við um færanleg frístundahús og skora því á hreppsnefndina að fjarlægja
þegar í stað hús Einars Magna af lóðinni nr. 10 og koma því fyrir á lóðinni nr. 7 þar sem gefið hefur verið
byggingarleyfi fyrir húsinu.”
Lóðarhafi að Bakkavegi 10 hefur stöðuleyfi útgefið 9. september 2009 og gildir það til 9. sept. 2010. Hreppsnefnd hefur
borist erindi um byggingaleyfi fyrir nefndu húsi á lóð nr. 10. Erindi þetta verður tekið fyrir hjá Skipulags- og bygginganefnd.
Þar til afgreiðsla nefndarinnar liggur fyrir mun hreppsnefnd ekki aðhafast í málinu.
- Umsókn um lóð
Umrædd lóð er ekki laus til úthlutunar og erindinu vísað frá.
Fundi slitið kl: 18.35 Kristjana Björnsdóttir
Ritaði