Þriðjudaginn 3. ágúst kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 12. fundar á árinu 2010 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Kristjana og Ólafur. Bjarni Sveinsson 1. varamaður mættur fyrir Jón Sigmar. 03081012
1. Ráðningarsamningur við sveitarstjóra
Farið yfir fyrirliggjandi drög að samningi og þau samþykkt, oddviti og varaoddviti munu undirrita fyrir hönd Borgarfjarðarhrepps.
2. Bréf til hreppsnefndar
Sjá dagskrárlið 3.
3. Umsókn um lóð
Kristjana leggur fram eftirfarandi tillögu um afgreiðslu dagskrármála 2 og 3.
Vegna þeirrar flækju sem upp er komin varðandi lóðirnar að Bakkavegi 7 og 10 tel ég óhjákvæmilegt að Hreppsnefnd fundi sem fyrst með
byggingafulltrúa Borgarfjarðarhrepps og lögfræðingi þar sem farið verði yfir stöðu mála. Afgreiðslu mála 2 og 3 á dagskrá verði frestað þar til
að þeim fundi loknum. Samþykkt einróma.
4. Fundargerð skipulags og bygginganefndar
Lögð fram fundargerð frá 29.07. 2010 þar sem á dagskrá voru 3 erindi:
- Þorsteinn Kristjánsson vegna byggingaleyfis fyrir gámaeiningahús í grennd við íbúðarhúsið á Jökulsá.
- Skúli Kristinsson vegna endurbóta á bílskúrsþaki við Árgarð.
- Jakob Sigurðsson vegna sólpalls og garðhúss við Hlíðartún.
Fundargerðin rædd og síðan samþykkt einróma.
5. Fjallskil 2010
a. Kosning fjallskilastjóra
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson.
b. Framkvæmd fjallskila
Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga.
c. Fjallskil í Loðmundarfirði
Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði svipuðu sniði og seinasta haust.
Óskað verður eftir sjálfboðaliðum til smölunar en boðið verður upp á fæði og gistingu í Loðmundarfirði.
6. Skýrsla sveitarstjóra
Meðal annars kom fram að illa gengur að fá starfsmann á leikskólann, um er að ræða 70% starf og áhugasamir eru hvattir til að hafa samband
við skólastjóra Guðrúnu Ásgeirsdóttur. Borist hefur staðfesting á styrkúthlutun 2010 úr B-deild Hafnabótasjóðs til hafnargerðar á Borgarfirði
eystra að upphæð kr: 4,3 millj. Framkvæmdir sveitafélagsins eru á áætlun.
Fundi slitið kl: 19
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Íbúð hreppsins í Víkurnesi er laus, upplýsingar hjá sveitarstjóra.