Mánudaginn 5. júlí kl: 17 kom Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps saman til 11. fundar á árinu 2010 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Þórðarson, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur.
- Fundargerð Skipulags og bygginganefndar frá 1. júlí
Fundargerðin rædd og síðan samþykkt.
- Erindi frá Kjarvalsstofu
Óskað er eftir styrk til greiðslu fasteignagjalda af Pósthúsinu vegna ársins 2010. Hreppsnefndin samþykkir styrk til
Kjarvalsstofu sjálfseignarstofnunar að upphæð kr. 24 þúsund vegna nota Ævintýralands af húsnæðinu.
- Kjör fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Oddviti verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Jón Þórðarson.
- Kosning fulltrúa á aðalfund SSA 24.-25. september
Oddviti verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Jón Þórðarson
- Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla Minjasafns Austurlands
Lagt fram til kynningar.
- Erindi vegna lóðar Runu
Óskað er eftir stækkun á lóðinni við Runu. Hreppsnefndin telur ekki fært að úthluta frekar af landi Hafnarinnar
til einkanota.
- Erindi frá Sýslumanni á Seyðisfirði
Óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins til að afskrifa útsvar, höfuðstóll kr. 259.541.- og dráttarvextir kr. 28.117.-
samtals 287.658.- á grundvelli árangurslauss fjárnáms, eignalaust bú og skiptum lokið þann 31.05.2010
Hreppsnefndin sér ekki tilgang í að aðhafast frekar og samþykkir að umrædd upphæð verði afskrifuð.
- Skýrsla sveitarstjóra
Farið yfir gögn varðandi Hólmabryggju, verkið verður boðið út í byrjun ágúst og áætlað að framkvæmdir hefjist í
september. Fyrir liggur uppgjör á dúnhirðingu í Hafnarhólma árið 2010. Seldur var helmingur dúnsins og söluverðið
gekk allt upp í varphirðingu og kostnað, sem er þá greitt að fullu. Andvirði síðari helmings skiptist því óskert á milli
eigenda þegar og ef hann selst. Borgarfjarðarhreppur á 30% hlut.
Þá var rætt um heildarendurskoðun á reglum jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og fasteignaskattsprósentu.
Fundi slitið kl: 19
Kristjana Björnsdóttir ritaði
Þökuskurðarvél verður á Borgarfirði á næstunni, þeir sem vilja láta skera eða kaupa þökur hafi
samband við Áhaldahús.