Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

9. fundur 03. maí 2010

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 9. fundar á árinu 2010 mánudaginn 3. maí kl. 17.00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, ásamt sveitarstjóra.

 

  1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2009 síðari umræða

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 98,0 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu

rekstrartekjur A hluta 94,0 millj. kr. Álagningarhlutfall útsvars var 13,28% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall

fasteignaskatts í A-flokki var 0,36% en lögbundið hámark þess er 0,625% með álagi. Í B-flokki var álagningarhlutfallið

1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki var álagningarhlutfallið 1,0% en lögbundið hámark er 1,65% með álagi.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð sem nam 0,2 millj. kr., en

rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð sem nam 8,8 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins

í árslok 2009 nam 156,7 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 199,1 millj. kr.

Ársreikningurinn samþykktur einróma og áritaður af sveitarstjórn.

  1. Minjasafn Austurlands frávik í fjárhagsáætlun

Stjórn Minjasafnsins leggur til við eigendur að þeir leggi safninu til viðbótarfé á árinu 2010 kr. 1.350 þús.

Hreppsnefndin samþykkir að greiða hlut Borgarfjarðarhrepps sem er 57.945 kr.

  1. 22. fundur stjórnar Brunavarna á Austurlandi

Fundargerð lögð fram til kynningar.

  1. Hreppsnefndarlaun

Ákveðið að hækka laun hreppsnefndarmanna um kr. 2.000 og verða þau þá 8.000 kr. á fund.

Oddvitalaun hækka um kr. 4.000 og verða kr. 40.000 á mánuði. Breytingin tekur gildi við upphaf kjörtímabils.

Laun fyrir setu í sveitarstjórn tóku síðast breytingum við upphaf kjörtímabils 2002.

  1. Kjörskrá vegna sveitastjórnakosninga

Oddviti og sveitastjóri falið að fara yfir kjörskrárstofn.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Lagðar fram skýrslur og ársreikningar Atvinnuþróunarsjóðs, Þróunarfélags og Vaxtasamnings Austurlands.

Komið hafa upp vandmál varðandi hýsingu gagna Borgarfjaðarhrepps hjá DK. Tölvubréf sem sendir voru á

netfang Hreppsins í mars frá Sýslumanni, Stjórnarráðinu og fleirum skiluðu sér 27. apríl.

 

Sveitastjóri og þakkaði hreppsnefnd samstarfið, oddviti hreppsnefndarmenn þökkuðu einnig fyrir sig.

Þar með lauk síðasta reglulega fundi sveitastjórnar á kjörtímabilinu.

 

 

Fundi slitið kl: 18.30

Getum við bætt efni þessarar síðu?