Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

8. fundur 20. apríl 2010

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2010 þriðjudaginn 20. apríl kl. 17.00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, ásamt sveitarstjóra. Einnig var mættur á fundinn

Magnús Jónsson endurskoðandi frá KPMG.

 

  1. Ársreikningur Borgarfjarðarhrepps 2009 fyrri umræða

Ársreikningur 2009 lagður fram, Magnús skýrði reikninginn og svaraði spurningum. Reikningurinn samþykktur einróma og vísað

til síðari umræðu.

 

  1. Menningarráð Austurlands tilnefning fulltrúa á aðalfund

Sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.

 

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Á fjárhagsáætlun Siglingastofnunar fyrir árið 2010 eru 35,7 milj. til framkvæmda við Bátahöfnina og 11 milj. til sjóvarna á

Borgarfirði eystra á árunum 2011 og 2012. Bréf frá Skipulagsstofnun lagt fram til kynningar.

Eftir skýrslu sveitarstjóra kom Hafþór Snjólfur á fundinn. Hann upplýsti sveitarstjórn um stöðu helstu verkefni sem hann hefur unnið að.

Fram kom að verið er að vinna að fjölmörgum áhugaverðum verkefnum í samvinnu ýmsa aðila sem tengjast ferðamálum á Austurlandi.

Einnig kom fram að undirbúningur fyrir sumarið er í fullum gangi og unnið er að gerð viðburðardagatals.

 

Fundi slitið kl. 19.35 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?