Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 7. fundar á árinu 2010 þriðjudaginn 6. apríl kl. 17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, ásamt sveitarstjóra.
- Tímabundin ráðning skólastjóra Grunnskóla Borgarfjarðar
Í bréfi dagsettu 23. mars 2010 lýsir Guðrún Ásgeirsdóttir kt: 260164-5629 sig ,,reiðubúna til að taka stöðu skólastjóra við
Grunnskóla Borgarfjarðar skólaárið 2010 – 2011 meðan á námsleyfi skólastjóra, Helgu Erlu Erlendsdóttir stendur.”
Með tilvísan í: Ný kjarasamningsákvæði um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda í grunnskóla þar sem segir m.a.
,,Auglýsing starfa: Almenn auglýsingaskylda er varðandi laus störf en með tilteknum undantekningum þó, þ.e. sé um afleysingu
að ræða eða störf sem standa 12 mánuði eða skemur.....,”
var samþykkt með fjórumatkvæðum að ráða Guðrúnu í starfið frá 1. ágúst 2010 til 1. ágúst 2011 án auglýsingar.
- Laun kjörstjórnar við þjóðaratkvæðagreiðslu í mars
Bjarni vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi undir þessum lið og var það samþykkt einróma. Samþykkt með þremur
atkvæðum gegn einu að launin verði kr. 35.000 á hvern kjörstjórnarmann.
- Fjarðarborg, erindi frá hússtjórn
Erindið varðar viðhald á Félagsheimilinu og er stærsta verkefnið að mati húsnefndar að klæða alla glugga á samkomusal
Fjarðarborgar að nýju. Eftir talsverðar umræður og misjafnar skoðanir á leiðum við viðhald félagsheimilisins lagði Kristjana
fram tillögu að eftirfarandi bókun.
Í bréfinu fer húsnefndin fram á það að Borgarfjarðarhreppur ,,leggi viðhaldsverkefninu til efni en Kvenfélagið og Ungmennafélagið
greiði sinn hlut með gjafavinnu.” Lausleg áætlun á efniskostnaði er tæpar 300 þúsund krónur. Hreppsnefndin tekur jákvætt undir
ósk húsnefndar og mun sveitarstjóri hafa umsjón með umræddu efniskaupum. Bókunin samþykkt með fjórum atkvæðum gegn
atkvæði Bjarna sem leggur fram eftirfarandi bókun. ,, Athugað verði: 1. Hvað kostar að heilklæða og einangra fletina sem
gluggarnir eru á? 2. Er hægt að fá styrk frá Orkustofnun til verksins?”
- Þróunarfélag Austurlands skipun fulltrúa í starfshóp
Sveitarstjóri mun skoða þátttöku Borgarfjarðarhrepps.
- Fundargerð stjórnar Héraðsskjalasafns
Lögð fram til kynningar.
- Skýrsla sveitarstjóra
M.a. rætt frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög ( skil á fjármálaupplýsingum), 452. mál. Frumvarpið og kostnaður sem því
mun fylgja vakti ekki sérstakan fögnuð sveitarstjórnar. Sveitarstjóri mun koma þeirri skoðun á framfæri. Bréf frá Félagi atvinnuflugmanna
þar sem þeir hvetja samgönguyfirvöld til hefja nú þegar byggingu nýrrar samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni. Hreppsnefndin þakkar bréfið
og tekur heilshugar undir með íslenskum atvinnuflugmönnum. Sveitarstjóri sagði frá aðalfundi Dvalar og hjúkrunarheimilis aldraðra reksturinn
var réttu megin við strikið.
Fundi slitið kl: 19.45 Kristjana Björnsdóttir
Ritaði