Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

6. fundur 15. mars 2010

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2010 mánudaginn 15. mars kl.17.00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur ásamt sveitarstjóra. Bjarni mætti kl: 17.40

 

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun (síðari umræða)

Áætlunin samþykkt einróma.

  1. Leyfi skólastjóra

Helga Erlendsdóttir sækir um leyfi frá störfum sem skólastjóri við Grunnskóla Borgarfjarðar skólaárið 2010 – 2011.

Hreppsnefndin veitir henni umbeðið leyfi.

  1. Erindi Blábjarga ehf

Í bréfi til Borgarfjarðarhrepps kemur fram að ætlunin er að breyta nýrri hluta frystihússins í 6 íbúðir í stað 7 hótelherbergja.

Íbúðirnar verða leigðar út á almennum markaði. Í tengslum við þessar breytingar verður veðflutningur á láni Blábjarga ehf hjá

atvinnuaukningasjóði. Hreppsnefndin fagnar þessum áformum enda afar lítið framboð á húsnæði á almennum markaði

í Borgarfjarðarhreppi.

  1. Fundargerð Skipulags og bygginganefndar

Fundargerðin rædd og síðan borin upp og samþykkt einróma.

  1. Lánasjóður Sveitarfélaga aðalfundur

Fundurinn verður haldinn 26. mars 2010 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Ársskýrsla HAUST 2009 lögð fram til kynningar. Fyrirhuguð gerð göngustígs frá Bakkagerði út í

Skriðuvík hefur verði kynnt landeigendum.

 

Fundi slitið kl:18.30 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

 

 

 

 

Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður þriðjudaginn 6. apríl

Getum við bætt efni þessarar síðu?