Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

4. fundur 15. febrúar 2010

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2010 mánudaginn15. febrúar kl.17.00 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Kristjana, Jón Sigmar og Ólafur ásamt sveitarstjóra. Bjarni mætti ekki. Í upphafi fundar gat oddviti þess að nú fyrir stundu var Eyrarrósin afhend á Bessastöðum.Tónlistarhátíðin Bræðslan hlaut verðlaunin að þessu sinni. Hreppsnefndin óskar handhöfum verðlaunanna til hamingju og fagnar þeirri jákvæðu umfjöllun sem Bræðslan hefur hlotið.

 

  1. Byggðakvóti 2009/2010

Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi, oddviti bar upp tillögu um vanhæfi Ólafs og var hún samþykkt

með tveimur atkvæðum, einn á móti og einn sat hjá. Jón Sigmar vakti einnig athygli á hugsanlegu vanhæfi,

vanhæfistillagan felld með þremur atkvæðum, einn sat hjá. Ráðuneytið hefur fjallað um umsókn Borgarfjarðarhrepps

og er niðurstaðan sú að Borgarfjörður eystri fær 70 þorskígildistonn.

Sveitarstjóra falið að svara erindi ráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta.

 

 

  1. Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga

,,LS óskar eftir því að sveitarstjórn veiti almenna heimild fyrir því að lánasjóðurinn

birti upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum.”

Hreppsnefnd samþykkti einróma að veita Lánasjóði sveitarfélaga umbeðina heimild.

  1. Skýrsla sveitarstjóra.

Fram kom að búið er að gangsetja dælu á dreifikerfi vatnsveitunnar sem á að skila

auknum krafti á neysluvatnið. Sveitarstjóra falið að ítreka við vegamálayfirvöld að

lokið verði við úrbætur á veginum í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður einkum

hvað varðar hættulega staði. Rætt um ýmislegt sem varðar málefni Grunnskóla

Borgarfjarðar.

Umræða um ferðamál, verkefna áætlun og umsókn til Nýsköpunarsjóðs.

Arngrímur Viðar kom á fundinn og kynnti fyrir hreppsnefnd stefnumarkandi

verkefnaáætlun, Borgarfjörður eystri- Betri en þig grunar!

Umræður um áætlunina og fleira sem við kemur hagsmunum Borgarfjarðar til

framtíðar.

 

Fundi slitið kl: 19.25 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?