Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2010 mánudaginn
1. febrúar kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur ásamt sveitarstjóra.
Í upp hafi fundar bað Kristjana um orðið og lýsti því yfir að henni hafi ekki verið boðaður fundur um gerð
fjárhagsáætlunar þannig að bókun frá síðasta fundi um boðuð forföll fær ekki staðist.
1. Fjárhagsáætlun 2010 seinni umræða
Oddviti bar áætlunin upp og var hún samþykkt með fjórum atkvæðum, Kristjana sat hjá.
Helstu niðurstöðutölur í þús. kr.
Skatttekjur: 40.099
Bókfærðar heildartekjur: 97.577
Afkoma A-hluta: 5.684
Samtala A og B hluta: 217
Fjárfesting ársins er kr.8.500 þús.
2. Erindi frá Ólafi Sigurðssyni
Erindið varðar drög að nýjum reglum fyrir bókasafn Halldórs Ásgrímssonar og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur.
Hreppsnefndin tekur ekki afstöðu að svo komnu máli.
3. Erindi frá Jafnréttisstofu
Jafnréttisstofa kallar eftir jafnréttáætlun sveitarfélaga, ásamt framkvæmdaáætlun.
Hreppsnefnd skipaði jafnréttisnefnt í byrjun kjörtímabilsins og vísar erindinu til hennar.
4. Ríkisútvarpið Austurlandi
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps harmar samdrátt og lokun svæðisstöðva RÚV sem hún telur að hafi ótvírætt
menningar- og samfélagslegt gildi fyrir alla landsmenn.
5. Erindi frá Matvælastofnun
Efni: Fé sem gengur úti í Loðmundarfirði og út með Seyðisfirði.
,,Matvælastofnun beinir því til Borgarfjarðarhrepps og sveitarfélagsins Seyðisfjarðar, í samræmi við lögboðnar skyldur
sveitarfélaganna, að smala þau lönd þar sem fé kann að leynast.”
Hreppsnefndin telur að staðið sé að smölun í Loðmundarfirði með þeim hætti sem lög kveða á um. Borgarfjarðarhreppur
skipuleggur tvær löggöngur auk þess sem reynt er að bregðast við þegar fréttist af fé í Loðmundarfirði eftir göngur.
Þó hefur verið og er erfileikum bundið að halda svæðinu sunnanvert í Loðmundarfirði fjárlausu þar sem fé sem ekki er í
aðhaldi sækir til baka frá Seyðisfirði eftir haustleitir og reyndar allan veturinn þegar fært er.
6. Styrkir til Hjálparstarfs
Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli sveitarstjórna á fréttum af styrkjum sveitarfélaga til hjálparstarfs á Haítí.
Fram kemur í bréfinu að Reykjavíkurborg og Hveragerði veita styrk sem nemur 100 kr. á íbúa. Hreppsnefndin ákvað að
styrkja hjálparstarfið um 200 kr. á íbúa og verður upphæðin afhent Rauðakrossinum til ráðstöfunar.
7. Skýrsla sveitarstjóra
Í skýrslunni kom fram meðal annars að KPMG gerði stjórnsýsluskoðun hjá Borgarfjaðarhreppi og benti á nokkur atriði sem
betur mega fara og verða þau færð til betri vegar.
Fundi slitið kl: 19.45 Kristjana Björnsdóttir