Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2010 mánudaginn11. janúar kl.17.00 í Hreppsstofu. mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar og Kristjana. Vegna óvæntra tafa komst Ólafur ekki til fundarins.
Oddviti bar upp tillögu um breytingu á dagskrá þess efnis að 1. dagskráliður færist aftur ogverði númer 4 aðrir liðir færast fram sem því nemur. Tillagan samþykkt einróma.
1. Umsögn vegna aðalskipulags Seyðisfjarðar 2009-2029
Hreppsnefndin gerir ekki athugasemdir við drög að skipulagsáætlun fyrir Seyðisfjarðarkaupstað 2009 – 2029, enda falli það að gildandi aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps svo sem varðandi merktar gönguleiðir.
2. Umsókn um lóð frá Bjarna Helgasyni
Í bréfi til Hreppsnefndar sækir Bjarni ,, um lóðina þar sem gamli Baldurshagi stóð á undir
79 m2 sumarbústað....” Hreppsnefndin telur ekki fært að verða við ósk Bjarni að svo komnu máli, enda ekki
gert ráð fyrir sumarhúsabyggð á umræddu svæði samkvæmt aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 til 2016.
3. Árgjöld SSA
Árgjald Borgarfjarðarhrepps fyrir árið 2010 er kr.130.913
4. Bréf frá Bjarna Björgvinssyni vegna erindis frá skiptastjóra Álfasteins ehf
Efni: Kröfur sveitafélagsins í eignir þrotabús Álfasteins ehf. Tilboð um kaup á tækjum sem tryggð
eru með 1. veðrétti til handa Borgarfjarðarhreppi.
Borist hefur ,,tilboð frá skiptastjóra þb. Álfasteins ehf um að Borgarfjarðarhreppi, sem veðhafa á 1. veðrétti í
hluta eigna Álfasteins ehf. verði greidd 10% af samningsverði um eignir Álfasteins ehf á Borgarfirði, sem skiptastjóri
hefur samþykkt að selja og er söluverðið kr. 4.000.000.”
Heildarkrafa sveitafélagsins í þrotabúið með vöxtum og kostnaði er kr. 6,2 miljónir.
Þar sem ljóst þykir að aðrir kostir sem hugsanlegir eru í stöðunni munu ekki skila meiru upp í útistandandi kröfur telur
hreppsnefndin sig nauðbeygða að taka tilboðinu.
Fundi slitið kl. 19
Kristjana Björnsdóttir ritaði
Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður mánudaginn 25. janúar.