Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 20. fundar á árinu 2009 mánudaginn 7. des. kl.17 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Kristjana og Ólafur, ásamt sveitarstjóra. Jón Sigmar boðaði forföll
og ekki náðist í varamann.
1. FundargerðSkipulags-ogbygginganefndar18.11.2009
Erindi frá Blábjörgum ehf. þar sem óskað er eftir byggingaleyfi vegna breytinga á frystihúsinu í sex smáíbúðir,
vinnustofu, geymslur og sýningaraðstöðu. Skipulags- og bygginganefnd hefur samþykkt útgáfu byggingaleyfis og
staðfestir hreppsnefndin það hér með.
2. Læknabústaður á Egilsstöðum
Borist hefur erindi frá forstjóra HSA þar sem ,,er leitað eftir samþykki sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs,
Fljótsdalshrepps og Borgarfjarðarhrepps, sem eiga samtals 15% eignarinnar.”
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps hefur ekkert við fyrirhugaða sölu að athuga enda verði farið að reglum hins
opinbera þar um.
3. Fasteignagjöld 2010
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 10.000 á íbúð en þar sem lítið sorp er kr. 5.500.
50 pokar innifaldir í sorphreinsunargjaldi. Aukapokar til sölu í áhaldahúsi í heilum búntum. Sorpförgunargjöld skv.
óbreyttri gjaldskrá: Bændur, útgerðarmenn og fl. kr. 4.000, FKS kr. 50.000. Sveitarotþróargjöld skv. óbreyttri gjaldskrá:
kr. 3.000 á rotþró. Vatnsgjöld: á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr. 12.000 lágmarki kr. 5.000. FKS kr. 30.000.
Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,36%, á atvinnuhúsnæði 1%, á
sjúkrastofnanir, skóla o. fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu. Gjöldin eru óbreitt frá fyrra ári.
4. Útsvarsprósenta 2010
Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi verður 13,28% sem er hámarskálagning. Einungis þau sveitfélög
sem nýta hámarksálagningu til útsvars geta vænst þess að fá greitt aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitafélaga.
5. Fjárhagsáætlun 2010
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar og skipulögð vinna við hana. Fyrri umræða áætluð 21. desember.
6. Fundargerðir
Brunavarnir á Austurlandi 23.11.2009
21. fundur stjórnar samþykkti fjárhagsáætlun að upphæð 40.5 millj. hlutur Borgarfjarðarhrepps er kr. 825.779.
Hreppsnefndin samþykkti framlagða fjárhagsáætlun Brunavarna á Austurlandi einróma.
HAUST 11.11.2009
Fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.
7. Styrkbeiðnir
Samþykkt að styrkja útgáfu tímaritsins Glettings um 10 þúsund krónur.
8. Skýrsla sveitarstjóra
Bú Álfasteins ehf. er til skiptameðferðar, samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra er þess vænst að meðferð
ljúki innan tíðar.
Rædd skipan nefndar um flutning á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga.
Fundi slitið kl. 19.05 Kristjana Björnsdóttir
ritaði