Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

19. fundur 16. nóvember 2009

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2009 mánudaginn 16. nóvember

kl.17.00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, ásamt sveitarstjóra.

Gestir voru á fundinum undir 1. og 2. lið.

 

1. Heimsókn menningarfulltrúa Signýjar Ormarsdóttur

Oddviti bauð Signýju velkomna til fundarins, hún fór síðan yfir fjárhagshorfur hjá Menningaráði Austurlands

og þá fjármuni sem menningarsamningurinn hefur til ráðstöfunar, einnig kynnti Signý ,,Menningarstefnu í þágu samfélagsins.”

Hlutverk og ábyrgð (vörður) sveitarfélaga á Austurlandi, Menningarráðs, Menningarmiðstöðva auk sagna og setra í nýrri

stefnu um menningarmál á Austurlandi.

2. Verkefna vinna, Hafþór Snjólfur Helgason

Hafþór gaf hreppsnefnd skýrslu um þau verkefni sem hann hefur verið og er að vinna fyrir Borgarfjarðarhrepp.

Hreppsnefndin telur að starf Hafþórs hafi nú þegar skilað víðtækum árangri fyrir ferðaþjónustuna og samfélagið í heild.

Í ljósi þess ákvað hreppsnefndin að fela sveitarstjóra að framlengja ráðningasamning Hafþórs Snjólfs.

3. Fundargerð og fjárhagsáætlun Minjasafns Austurlands

Fundargerðin lögð fram til kynningar, samkvæmt fjárhagsáætlun Minjasafnsins er hlutur Borgarfjarðarhrepps í

rekstrarkostnaði u.þ.b. kr. 635 þús. sem hreppsnefndin samþykkir einróma.

4. Tilnefning fulltrúa í starfshóp SSA um verkefnið ,,Austurland eitt sveitarfélag”

Sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.

5. Fundargerð stjórnar Dvalaheimilis aldraðra

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6. Brunavarnir á Austurlandi fundargerð

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7. Skýrsla sveitarstjóra

Í ljós hefur komið að verulegs viðhalds er þörf á Þórshamri, gluggar eru illa farnir,

einangra þarf sökkul og gera ýmislegt fleira, ákvörðun um úrbætur verður tekin þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir.

Rætt um hugsanlegt framhald á tónlistarkennslu.

 

Fundi slitið kl:19.55 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?