Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

18. fundur 02. nóvember 2009

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2009 mánudaginn 2. nóvember kl.17.00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Bjarni, Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, ásamt sveitastjóra.

 

  1. Fundargerð Skipulags og bygginganefndar 28.10.09

Þorsteinn Kristjánsson sækir um leyfi vegna viðhalds á íbúðarhúsinu á Jökulsá.

Fundargerðin borin upp og samþykkt einróma.

  1. Ósk um viðræður um nýjan samstarfssamning Markaðsstofu Austurlands

Sveitastjóra falið að ræða við forsvarsmenn Markaðsstofunnar um aðkomu

Borgarfjarðarhrepps að nýjum samstarfssamningi.

  1. Fjárhagsáætlun Héraðsskjalsafns Austfirðinga 2010

Hlutur Borgarfjarðarhrepps í rekstri safnsins er krónur 365 þús. Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

  1. Styrkumsóknir Snorraverkefni og Eldvarnarátak 2009

Ákveðið að styrkja Eldvarnarátakið um 1.000 krónur á hvert barn á grunnskólaaldri og Snorraverkefnið um

krónur 50 þúsund og taka á móti einum þátttakanda í starfsþjálfun.

  1. Fjárhagsáætlun 2010

Rætt um gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að því að hefja vinnu við áætlanagerðina eftir miðjan nóvember.

  1. Skýrsla sveitarstjóra.

Fram kom m.a. að kostnaður við hvern unnin ref er krónur 15.999 og 13.256 á minkinn. Talsvert færri refir voru unnir

á árinu 2009 en 2008 eða 41 á móti 63 en fleiri minkar voru drepnir eða 31 á móti 28. Sveitarstjóri sagði frá fundi með

þingmönnum þar sem meðal annars var rætt um læknisþjónustu en læknir er ekki með móttöku á Borgarfirði nú um stundir.

Einnig var rætt um vegabætur og vetrarþjónustu Vegagerðarinnar sem verður væntanlega með óbreyttu sniði.

Nú er ljóst að Borgarfjarðarhreppur fær ekki úthlutað aukaframlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga en á árinu 2008 var framlagið

3.098.000. Þannig virðist þeim sveitarfélögum refsað sem sníða sér stakk eftir vexti.

Lokið hefur verið við að skipta um þak á Ásbrún og væntanlega verður þrýstingsaukning á vatnsveitukerfinu í næstu viku þegar

dæla verður tengd við kerfið.

Fjallskilastjóri greindi frá stöðu fjallskila sem er góð, nema helst á afmörkuðu svæði í Loðmundarfirði.

 

Fundi slitið kl: 19 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?