Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2009 mánudaginn 19. október kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og varamaðurinn Bjarni Sveinsson ásamt sveitarstjóra. Kristjana Björnsdóttir
boðaði forföll vegna veikinda.
1.Ósk um lausn frá störfum í hreppsnefnd.
Steinn Eiríksson hefur óskað eftir lausn frá störfum í hreppsnefnd. Varamaðurinn Bjarni Sveinsson tekur sæti hans.
2.Erindi frá Sigurlaugi Elíassyni.
Hreppsnefnd hefur farið yfir erindi Sigurlaugs Elíassonar.
Fundargerð Skipulags og bygginganefndar frá 15.09.2009 var samþykkt á fundi hreppsnefndar þann 21.09.2009
og sér hreppsnefnd ekki ástæðu til að aðhafast frekar.
3.Byggðakvóti 2009/2010.
Sveitarstjóra falið að sækja um byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2009/2010
4.Fulltrúi á aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands 22. okt. 2009.
Susanne Neumann verður fulltrúi og Helgi Hlynur Ásgrímsson til vara.
5.Beiðni um umsögn, varðar endurskoðun jarða- og ábúðarlaga.
Vísað til meðferðar í Landbúnaðarnefnd.
6.Skýrsla sveitarstjóra.
Farið yfir áhersluatriði vegna fundar með þingmönnum NA kjördæmis. Ágóðahlutur Brunabótafélagsins hefur verið
greiddur út kr. 531.000. Sagt frá þingi SSA og Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2009. Styrkur hefur fengist frá
Nýsköpunarsjóði vegna verkefnavinnu ein milljón. Sagt frá erindi Fljótsdalshéraðs vegna Brunavarna á Austurlandi.
Fundi slitið kl. 1935
Fundargerð ritaði.
Jón Þórðarson
Hundar og kettir í Borgarfjarðarhreppi verða heimsóttir af dýralækni og fulltrúa hreppsins 22 október eftir kl. 1500.
Eigendur eru minntir á að endurnýja tryggingar og athuga að dýrin séu skráð