Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2009 mánudaginn 21. september kl.17.10 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og varamennirnir Bjarni Sveinsson og Björn Skúlason ásamt sveitarstjóra.
- Fundargerð Skipulags og byggingarnefndar 15. sept. 2009
Fundargerðin samþykkt einróma.
- Skýrsla um framtíðarskipulag SSA
Hreppsnefnd er sammála megininntaki skýrslunnar þar sem hvatt er til aukins samstarfs innan SSA með hagræðingu að leiðarljósi.
- Atvinnumál
Hafþór Snjólfur sat fundinn undir þessum lið og kynnti hugmyndir um verkefni tengd ferðaþjónustu sem unnin hafa verið í sumar.
Helstu verkefni eru Útbæjastígur gönguleið út með sjónum. Lundinn í Hafnarhólma, frekari úrvinnsla á hugmyndum tengdum lundanum.
Grillhús við tjaldsvæðið. Golf á Borgarfirði. Símaleiðsögn á Borgarfirði.
- Skýrsla sveitarstjóra
Rætt um rekstur stoðstofnana sveitarfélaga á Austurlandi og hugsanlegar breytingar á rekstri þeirra. Sagt frá fundi með vegagerðinni
um framkvæmdir í Njarðvík og möguleika á úrbótum á hættulegum stöðum á Borgarfjarðarvegi. Sagt frá Hafnarsambandsþingi
og fundi með Kristjáni Helgasyni frá Siglingastofnun um fyrirhugaðar framkvæmdir við Hólmagarð á árinu 2010.
Bjarni Sveinsson verður fulltrúi á aðalfundi Haust 28 október.
Fundi slitið kl. 1935
Fundargerð ritaði.
Jón Þórðarson