Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

16. fundur 21. september 2009

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2009 mánudaginn 21. september kl.17.10 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og varamennirnir Bjarni Sveinsson og Björn Skúlason ásamt sveitarstjóra.

 

  1. Fundargerð Skipulags og byggingarnefndar 15. sept. 2009

Fundargerðin samþykkt einróma.

 

  1. Skýrsla um framtíðarskipulag SSA

Hreppsnefnd er sammála megininntaki skýrslunnar þar sem hvatt er til aukins samstarfs innan SSA með hagræðingu að leiðarljósi.

 

  1. Atvinnumál

Hafþór Snjólfur sat fundinn undir þessum lið og kynnti hugmyndir um verkefni tengd ferðaþjónustu sem unnin hafa verið í sumar.

Helstu verkefni eru Útbæjastígur gönguleið út með sjónum. Lundinn í Hafnarhólma, frekari úrvinnsla á hugmyndum tengdum lundanum.

Grillhús við tjaldsvæðið. Golf á Borgarfirði. Símaleiðsögn á Borgarfirði.

 

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Rætt um rekstur stoðstofnana sveitarfélaga á Austurlandi og hugsanlegar breytingar á rekstri þeirra. Sagt frá fundi með vegagerðinni

um framkvæmdir í Njarðvík og möguleika á úrbótum á hættulegum stöðum á Borgarfjarðarvegi. Sagt frá Hafnarsambandsþingi

og fundi með Kristjáni Helgasyni frá Siglingastofnun um fyrirhugaðar framkvæmdir við Hólmagarð á árinu 2010.

Bjarni Sveinsson verður fulltrúi á aðalfundi Haust 28 október.

 

Fundi slitið kl. 1935

 

Fundargerð ritaði.

Jón Þórðarson

Getum við bætt efni þessarar síðu?