Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

15. fundur 07. september 2009

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 15. fundar á árinu 2009 mánudaginn 7. sept. kl.17.00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana og varamaðurinn

Bjarni Sveinsson í fjarveru Steins Eiríkssonar.

 

  1. Fundargerð skólanefndar frá 2.sept. 2009

Í skólahaldsáætlun fyrir skólaárið 2009 til 2010 kemur fram að kennt er í þremur deildum. 18 nemendur stunda nám við

Grunnskóla Borgarfjaðar á haustönn.

Skólahaldsáætlunin var samþykkt einróma.

 

  1. Tónlistakennsla2009 - 2010

Tónlistakennslan við Grunnskólann, nú á haustönn, verður með svipuðu sniði og síðasta skólaár.

Kennari verður Hafþór Snjólfur Helgason.

 

  1. FulltrúaráaðalfundSSA

Fulltrúi Borgarfjarðarhrepps verður Jakob og Jón Þórðarson til vara.

 

  1. Fundargerðvegnagönguleiða til Brúnavíkur

Sveitastjóri og lögmaður Borgarfjarðarhrepps Bjarni Björgvinsson hdl. áttu fund með landeiganda Hofstrandar

og lögmanni hans Jóni Jónssyni hdl. ,,Niðurstaða fundarins er sú að Jón Þórðarson sveitastjóri kynni sjónarmið

landeigenda á næsta fundi sveitarstjórnar Borgarfjarðarhrepps.”

 

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Oddviti flutti skýrsluna í forföllum sveitarstjóra, þar kom m.a. fram að verið er að ljúka við að girða af vatnsbólin.

Jakob sagði frá fundinum ,,Sókn er besta vörnin” sem haldinn var á Hótel Héraði, þar sem stækkun sveitafélaga

og sameiningarmál bar hæst. Landbúnaðarnefnd í umboði sveitarstjórnar ákvað að fjárfjöldi í dagsveri verði 36

í haust, heildarfjöldi dagsverk er sá sami og áður 99.

 

Fundi slitið kl: 19.00 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?