Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

14. fundur 10. ágúst 2009

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 14. fundar á árinu 2009 mánudaginn 10. ágúst kl.17.00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana, ásamt sveitarstjóra. Bjarni Sveinsson mætti kl. 19.

Oddviti bar upp tillögu um dagskrábreytingu þess efnis að fundargerð bygginganefndar verði tekin á dagskrá sem 7. liður.

Tillagan samþykkt einróma. Jón Sigmar óskaði eftir því að fjallskil verði til umfjöllunar á þessum fundi og verða fjallskilin 2009

8. liður.

1. Erindi frá Þorsteini Kristjánssyni

Þorsteinn fer þess á leit að fá keyptar eða leigðar landspildur beggja vegna flugbrautar samtals 7,5 hektarar.

Hreppsnefndin samþykkir að leigja Þorsteini umbeðið land og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi þar um.

2. Erindi frá Torfa Áskelssyni

Óskað er eftir að fá leigða eða keypta landspildu fyrir vestan íbúðarhúsið á Ósi. Hreppsnefndin hafnar erindinu enda

tilheyrir umrædd spilda lögbýlinu Ósi og er í útleigu.

3. Umsögn um rekstrarleyfi

Fyrir tekið erindi sýslumannsins á Seyðisfirði frá 14. júlí 2009 þar sem óskað er eftir umsögn hreppsnefndar er varðar:

,,Umsókn Arngríms Viðars Ásgeirssonar, kt. 150768-4979 f.h. ferðaþjónustunnar Álfheima, kt. 580108-1210 um breytingu

á rekstrarleyfi.” Hreppsnefndin hefur ekkert við breytingu leyfisins að athuga.

4. Erindi frá Hrossaræktunarsamtökum Austurlands

Borgarfjaðarhreppi er boðið að taka þátt í kostnaði við uppbyggingu á Iðavöllum. Hreppsnefndin afþakkar boðið.

5. Erindi frá Fasteignaskrá Íslands

Tveir húseigendur á Borgarfirði hafa gert athugasemdir við Fasteignaskrá Íslands vegna hækkunar á fasteignamati á

eignum sínum. Hreppsnefnd hefur ekki athugasemdir við endurmat umræddra eigna. Sveitastjóri mun fara yfir fasteignaskrá

og í framhaldinu verður óskað eftir því við Fasteignaskrá Íslands að þær eignir sem þykja með óraunhæfu mati verði endurmetnar.

6. Skýrsla sveitarstjóra

Rekstraryfirlit Borgarfjarðarhrepps fyrir fyrrihluta ársins liggur nú fyrir og er staða í samræmi við fjárhagsáætlun. Nú liggur fyrir

verð á skólamáltíðum fyrir skólaárið 2008 til 2009 verðið er u.þ.b 300 kr. á máltíð og verður gjaldið innheimt í þrennulagi.

Einnig var rætt um framhald á tónlistakennslu við Grunnskólann og lausagöngu hrossa í Njarðvík, vegabætur á Víkum og fleira.

7. Fundargerð bygginganefndar

Fundargerð byggingarnefndar frá 10. ágúst samþykkt einróma. Fyrir liggur ný teikning af frístundahúsi að Bakkavegi 7

vegna athugasemda sem bárust verður grendarkynning endurtekin.

8. Fjallskil 2009

a. Kosning fjallskilastjóra

Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson

b. Framkvæmd fjallskila

Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður

gangnadaga.

c. Fjallskil í Loðmundarfirði

Vonir standa til að fjallskil í Loðmundarfirði verði með breyttu sniði og munu sveitar- og fjallskilastjóri sjá um skipulag.

Fundi slitið kl. 19.30 Kristjana Bj. ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?