Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2009 mánudaginn 6. júlí kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana, ásamt varamanninum Bjarna Sveinssyni og sveitarstjóra.
Björn Aðalsteinsson var hreppsnefnd til aðstoðar við fyrsta dagskrárlið.
1. Fjárhagsáætlun, endurskoðun
Farið yfir fjárhagsstöðu eins og hún var 31. maí. Samþykkt að bæta við kr. 1.500 þús. vegna fráveitu og 2.500 þús.
í viðhald félagslegra íbúða.
- Byggðakvóti
Ólafur vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi, oddviti bar upp tillögu um vanhæfi Ólafs og var hún felld, tveir voru með þrír á móti.
Bjarni og Jón Sigmar vöktu einnig athygli á hugsanlegu vanhæfi, vanhæfistillögurnar felldar í báðum tilvikum með fjórum atkvæðum.
Sveitarstjóra falið að svara erindi ráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta.
- Erindi frá Regula lögmannsstofu
Fyrir tekið bréf frá Jóni Jónssyni hdl. fyrir hönd Ingibjörns Kristinssonar. Efni: ,,Umgengni ferðafólks og gönguhópa um land
Hofstrandar til Brúnavíkur.”
Þar sem málið er komið með formlegum hætti til hreppsnefndar, er sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við lögfræðing.
- Fundargerðir Skipulags og bygginganefndar frá 16. júní og 30. júní
Fundargerðirnar bornar upp og samþykktar einróma.
- Erindi frá Já sæll ehf
Þar sem fram hefur komið að leigutökum Fjarðarborgar hafi verið gefið munnlegt vilyrði fyrir afnotum af húsnæði grunnskólans,
samþykkir hreppsnefndin að leigja húsnæðið.
- Skýrsla sveitarstjóra
Fengist hafa kr. 1.800 þús. úr styrkvegasjóði, fénu verður fyrst og fremst varið til að laga varasama staði á ökuslóðum til Víkna.
Veraldarvinirnir unnu við að yfirfara gönguleiðakerfið á Víknaslóðum undir stjórn Hafþórs Helgasonar, verkið gekk vel og gestirnir
voru ánægðir með dvölina hér.
Fram kom tillaga um að bætt yrði einum lið á dagskrá sem fellur undir trúnaðarmál. Tillagan samþykkt einróma.
- Trúnaðarmál
Fundinum var lokað undir þessum dagskrárlið og bókað var í trúnaðarmálabók.
Fundi slitið kl.20.10 Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður mánudaginn 10. ágúst.