Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 12. fundar á árinu 2009 miðvikudaginn
24. júní kl.17.00 í Hreppsstofu. Fundurinn er aukafundur.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana, ásamt varamanninum Bjarna Sveinssyni og sveitarstjóra.
- Klyppstaður, tillaga að deiliskipulagi
Umhverfisráðherra samþykkti þann 19. júní breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016,
Klyppstaður í Loðmundarfirði.
,,Samkvæmt 19. gr. skipulags og byggingalaga nr. 73/1997, hefur ráðherra þann 19. júní 2009 staðfest breytingu
á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016 frá 16. sept. 2005.
Breytingin felst í því að allt að 1 ha. landbúnaðarsvæði að Klyppstað í Loðmundarfirði breytist í verslunar-
og þjónustusvæði (BV4). Á svæðinu verður ferðaþjónusta á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og gert er ráð fyrir svefnskála,
skálavarðahúsi og hreinlætishúsi. Svæðið er hverfisverndað og á náttúruminjaskrá auk þess að vera skilgreint sem athyglisvert
búsetulandslag.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og
Skipulagsstofnum yfirfarið erindi og sent ráðherra til staðfestingar.
Breytingin öðlast þegar gildi.”
Breytingin var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda – Útgáfudagur 23. júní 2009
Með vísan til framangreindra breytinga á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps, liggur fyrir tillaga að deiliskipulagi á
Klippstað í Loðmundarfirði sem auglýst var með athugasemdafresti til 29. maí 2009. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun
og hafa þær verið teknar til greina. Hreppsnefndin samþykkti tillöguna einróma með áorðnum breytingum.
Fundi slitið kl:17.40 Kristjana Björnsdóttir
Ritaði