Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 11. fundar á árinu 2009 þriðjudaginn
9. júní kl.17.00 í Hreppsstofu. Fundurinn er aukafundur.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana, ásamt varamanninum
Bjarna Sveinssyni og sveitarstjóra.
Ársreikningur 2008 seinni umræða
Oddviti bar reikninginn upp til samþykktar við síðari umræðu og var hann samþykktur einróma.
Rekstrartekjur námu 99 millj. kr. þar af rekstrartekjur A hluta 97 millj. kr. Rekstrarniðurstaða
sveitarfélagsins er jákvæð, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, sem nemur 14 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð sem nemur 25 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.
Eigið fé sveitafélagsins í árslok 2008 nam 156 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi A og B hluta,
en eigið fé A hluta nam 190 millj. kr. Í ljósi slæmrar rekstrarafkomu B hluta sveitafélagsins
var ákveðið að A hluti sveitasjóðs legði B hluta til 11millj. 712 þús. kr. rekstrarhallinn er að
meginhluta tilkominn vegna hækkunar verðbóta á fasteignalánum félagslegra íbúða.
2. Erindi frá UMFB
UMFB óskar eftir því að Hreppurinn sjá um slátt á fótboltavelli félagsins í sumar í fimm skipti.
Hreppsnefndin samþykkti að verða við þessari ósk en kostnaður við hvern slátt er u.þ.b. 12 þús.
Þá óskar félagið eftir styrk vegna frjálsíþróttaæfinga, samþykkt að styrkja verkefnið um 60 þúsund krónur.
3. Erindi frá Skúla Sveinssyni
Bjarni vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi og var það samþykkt, Bjarni vék því af fundi undir þessum dagskrárlið.
,Erindi frá Skúla Sveinssyni eftir samtal við sveitastjóra. ,,Skúli óskar eftir að Hreppsnefnd
Borgarfjarðarhrepps endurskoði afstöðu sína til leigu á hluta skólahússins í sumar. Hann tengir þetta
við leigu á Fjarðarborg, en forsenda þess leigusamnings hafi verið jákvæð afstaða hreppsnefndar við
fyrirspurn frá húsnefnd Fjarðarborgar. Ef af þessu gæti orðið óskar Skúli eftir að fá að leigja þrjú
herbergi í skólanum í fimm vikur frá 1. júlí til 5. ágúst. Hann býður kr. 200 þúsund í leigu.” Fram kom
tillaga frá Kristjönu um: Að erindi Skúla yrði vísað frá þar sem um er að ræða sama erindi og var afgreitt
á fundi hreppsnefndar 2. júní. Tillagan felld með tveimur atkvæðum Jakobs og Jóns Sigmars, Ólafur sat
hjá þar sem hann telur eðlilegra að málinu ljúki með bókun. Ólafur gerir tillögu um eftirfarandi bókun:
Rekstraraðili Fjarðarborgar hefur haft skólahúsið á leigu undanfarin ár, telur hreppsnefndinni ekki stætt á að
breyta út af því. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með þremur atkvæðum, Kristjana á móti.
Erindi frá Susanne Neumann
Erindi frá Susanna þar sem hún óskar eftir því að fá leigt land og spyr: 1) Er landið sem liggur fyrir norðan
veginn inn eftir að ruslasvæði til leigu? 2) Er landið fyrir ofan Árbæjartún ,,gamla hestagirðing” til leigu?
Öll girðingin í kringum leigulandið væri girt með rafmagni. Hreppsnefndin tekur jákvætt undir lið 1)
í erindi Susanne, en hafnar lið 2) Sveitastjóra falið að ganga frá málinu og kynna Susanne þær reglur
sem gilda munu um leiguna.
Fundi slitið kl.19.30