Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

10. fundur 02. júní 2009

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 10. fundar á árinu 2009 þriðjudaginn

2. júní kl.17.00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Ólafur og Kristjana ásamt varamanninum Bjarna Sveinssyni og sveitarstjóra.

Jón Sigmar og Steinn boðuðu forföll, ekki náðist í annan varamann. Magnús Jónsson endurskoðandi frá KPMG mætti við 8. dagskrárlið.

 

1. Kosning oddvita og varaoddvita

Oddviti kjörinn Jakob Sigurðsson með 4 atkvæðum og Jón Sigmar varaoddviti með 3

atkvæðum, einn seðill auður.

 

2. Umsögn um rekstrarleyfi

Fyrir tekið erindi sýslumannsins á Seyðisfirði frá 29. apríl 2009 þar sem óskað er eftir umsögn hreppsnefndar er varðar:

,,Umsókn Bergrúnar Jóhönnu Borgfjörð kt.270648 -3399 vegna endurnýjunar rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II,

v/Farfuglaheimilisins Ásbyrgis, Borgarfirði eystra.” Hreppsnefndin hefur ekkert við útgáfu leyfisins að athuga.

Einnig erindi dagsett 29. maí 2009 er varðar: ,,Umsókn Skúla Sveinssonar, kt. 220162-5329, f.h. Já Sæll ehf, kt.

580509-1690 um nýtt leyfi til reksturs gististaðar í flokki II og veitingastaðar í flokki III, að Fjarðarborg, Borgarfjörður eystri.”

Hreppsnefndin leggst gegn því að leyfi verði veitt til lengri opnunartíma en venja er, þá vill hreppsnefnd benda á

þá staðreynd að engin gistiaðstað er í Fjarðarborg.

 

3. Fundargerð Skipulags og byggingarnefndar frá 2. júní

Fundargerðin samþykkt einróma.

 

4. Ráðning starfsmanns

Ákveðið að ráða Hafþór Snjólf Helgason í 50% starf í sex mánuði til að vinna að þróunar- og atvinnumálum.

Einnig felst í starfinu upplýsingagjöf við ferðamenn, ásamt ýmsu fleiru einkum lítur að ferðaþjónustu.

 

5. Niðurfelling á svæðisskipulagi Héraðssvæðis

Hreppsnefnd Borgarfjaðarhrepps fjallaði um framkomna tillögu samvinnunefndar frá 6. maí s.l.

og samþykkir að fella niður svæðisskipulag Héraðssvæðis 1998 til 2010.

 

6. Umsókn frá Skúla Sveinssyni

Skúli sækir um að fá leigt húsnæði grunnskólans.

Bjarni vekti athygli á hugsanlegu vanhæfi, vanhæfi hans var samþykkt einróma og yfirgaf Bjarni fundinn undir þessum lið.

Ákveðið að leigja ekki húsnæðið.

 

7. Vegagerð í Njarðvík

Vegagerðin ætlar í sumar að setja hólka í Hvannagilsárnar í Njarðvík í stað einbreiðra brúa, hreppsnefndin hvetur

til þess að einnig verði settur hólkur í Njarðvíkurána í stað brúarinnar sem þar er.

 

8. Ársreikningur 2008 fyrri umræða

Magnús kynnti ársreikninginn og svaraði fyrirspurnum, síðan var ársreikningur Borgarfjarðarhrepps fyrir árið 2008

borinn upp við fyrri umræðu og samþykktur einróma.

 

 

9. Skýrsla sveitarstjóra.

Lögð fram eftirlitsskýrslu frá HAUS vegna sorpflokkunarstöðvar og áhaldahúss, þar segir m.a. að aðstaða til

sorpflokkunar sé til fyrirmyndar og merkingar einnig. Ársskýrslur Þróunarfélags Austurlands og Vaxtasamnings lagðar fram til kynningar.

Borgarfjarðarhreppur mun taka þátt í útboði vegna rannsóknaboranna sem framkvæmdar verða fyrir styrk sem fékkst frá Orkusjóði.

 

Fram kom tillaga um dagskrárbreytingu þannig að fyrir verði tekin a) Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps breyting

á landnotkun og b) Klyppstaður tillaga að deiliskipulagi. Tillagan samþykkt og verða því áðurnefnd mál á dagskrá undir liðum no. 10 og 11

 

10. Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps breyting á landnotkun

Aðalskipulagsbreytingin sem auglýst var skv. 18. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 með athugasemdafresti til 25.

maí 2009 var samþykkt einróma.

 

11. Klyppstaður tillaga að deiliskipulagi

Tillagan hefur verið auglýst með athugasemdafresti til 29. maí 2009. Ábendingar bárust frá Skipulagsstofnun og hafa þær

verið teknar til greina. Hreppsnefndin samþykkir tillöguna einróma með áorðnum breytingum.

 

Fundi slitið kl. 21.25 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

 

 

Hreppsnefnd kemur saman til aukafundar þriðjudaginn 9. júní kl. 17 í Hreppsstofu.

 

Vinnuskólinn hefst 18. júní skráning er hjá sveitastjóra.

Getum við bætt efni þessarar síðu?