Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

9. fundur 04. maí 2009

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 9. fundar á árinu 2009 mánudaginn

4. maí kl.17.00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana, einnig mættur

Bjarni Sveinsson sem kallaður var til í fjarveru Steins.

Björn Aðalsteinsson var hreppsnefnd til aðstoðar við 1. dagskrárlið.

 

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun

Áætlunin tók talsverðum breytingum á milli umræðna en var síðan samþykkt

einróma með áorðnum breytingum við síðari umræðu. Helstu breytingar eru

að aukið var við framlag í atvinnuaukningasjóð og gert er ráð fyrir því að

byggt verði við húsnæði grunnskólans vegna sameiningar grunn- og leikskóla

árin 2011 og 2012.

  1. Atvinnuaukningarsjóður umsókn

Birni Gíslasyni veitt lán að upphæð kr. 800 þúsund til kaupa á traktorsgröfu að

uppfylltum þeim skilyrðum sem reglur sjóðsins kveða á um.

 

  1. Fundargerð Skipulags og byggingarnefndar frá 29. apríl

Tekið fyrir erindi frá Einari Magna Jónssyni þar sem hann óskar eftir lóð undir

sumarhús, sveitastjóra falið að kynna Einari þær lóðir sem í boði eru.

Fundargerðin lögð fram og samþykkt einróma.

  1. Laun kjörstjórnar

Kjörstjórnarlaun verða 20 þús. krónur á hvern kjörstjórnarmann og eru óbreytt frá því 2007.

 

  1. Styrkumsókn vegna Austfjarðatröllsins 2009

Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100 þúsund, að því tilskyldu að hluti

keppninnar fari fram á Borgarfirði.

 

  1. Umsókn um leyfi fyrir veitingastað í Iðngörðum

Hreppsnefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða leyfisveitingu.

  1. Umsókn um endurnýjun leyfis fyrir gististað í Réttarholti

Hreppsnefndin hefur engar athugasemdir við endurnýjum leyfisins.

 

  1. Fjarðarborg

Vegna erfiðrar fjárhagsstöðu liggur fyrir beiðni frá hússtjórn um að

eigendafélög leggi Fjarðarborg til fé að upphæð kr. 1 miljón, hlutur

Borgarfjarðarhrepps er kr. 400 þúsund. Hreppsnefndin samþykkir að verða

við beiðni hússtjórnar.

 

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Ársreikningur Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra, og fundargerð aðalfundar lagt fram til kynningar.

Rætt um uppbyggingu heimaþjónustu á Héraðssvæði.

 

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps óskar Þresti Fannari, Þrastarungunum og öðrum sem komu að

Þjóðleik hjartanlega til hamingju með árangurinn og styrkir ferðasjóð nemenda um kr. 20.000.

Getum við bætt efni þessarar síðu?