Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2009
mánudaginn 20. apríl kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana
Bjarni Sveinsson mættur forföllum Steins.
- Þriggja ára fjárhagsáætlun
Samþykkt einróma við fyrri umræðu
- Tjaldstæði
Áhaldahúsið mun sjá um rekstur tjaldstæðisins
- Tilnefning á aðalfund Menningarráðs Austurlands
Ásta Sigfúsdóttir tilnefnd sem fulltrúi og Kristjana Björnsdóttir til vara
- Styrkbeiðni frá Austfirskum Krásum
Beiðninni hafnað
- Drög að samþykkt um hunda- og kattahald
Fyrir tekin drög að samþykkt um hundahald, kattahald og gæludýr önnur en
hunda og ketti sem Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur unnið.
Hreppsnefndin vísar til gildandi samþykkta um hundahald í
Borgarfjarðarhreppi frá 18. júní 1998 og um kattahald frá 19. júní 1998
og sér ekki ástæðu til breytinga
- Skýrsla Sveitarstjóra.
Hreppsnefndin felur oddvita og sveitastjóra að yfirfara kjörskrástofn og undirrita kjörskrá.
Hreppsnefndin fagnar því sérstaklega að læknir verður til viðtals á Borgarfirði
nú á miðvikudaginn og væntir þess að heimsóknir læknis komist aftur í
viðunnandi horf.
Fundi slitið 19.30 Kristjana Björnsdóttir
ritaði