Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

8. fundur 20. apríl 2009

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2009

mánudaginn 20. apríl kl.17.00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana

Bjarni Sveinsson mættur forföllum Steins.

 

  1. Þriggja ára fjárhagsáætlun

Samþykkt einróma við fyrri umræðu

 

  1. Tjaldstæði

Áhaldahúsið mun sjá um rekstur tjaldstæðisins

 

  1. Tilnefning á aðalfund Menningarráðs Austurlands

Ásta Sigfúsdóttir tilnefnd sem fulltrúi og Kristjana Björnsdóttir til vara

  1. Styrkbeiðni frá Austfirskum Krásum

Beiðninni hafnað

 

  1. Drög að samþykkt um hunda- og kattahald

Fyrir tekin drög að samþykkt um hundahald, kattahald og gæludýr önnur en

hunda og ketti sem Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur unnið.

Hreppsnefndin vísar til gildandi samþykkta um hundahald í

Borgarfjarðarhreppi frá 18. júní 1998 og um kattahald frá 19. júní 1998

og sér ekki ástæðu til breytinga

 

  1. Skýrsla Sveitarstjóra.

Hreppsnefndin felur oddvita og sveitastjóra að yfirfara kjörskrástofn og undirrita kjörskrá.

 

Hreppsnefndin fagnar því sérstaklega að læknir verður til viðtals á Borgarfirði

nú á miðvikudaginn og væntir þess að heimsóknir læknis komist aftur í

viðunnandi horf.

 

Fundi slitið 19.30 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?