Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 7. fundar á árinu 2009 mánudaginn 06. apríl kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og varamennirnir Bjarni Sveinsson og Björn Skúlason í stað Steins og Kristjönu, ásamt sveitastjóra.
1. Kauptilboð í Iðngarða
Bjarni Sveinsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu og var það samþykkt með fjórum atkvæðum.
Kauptilboð að upphæð kr. 7.000.000 frá Fiskverkun Kalla Sveins var samþykkt með þremur atkvæðum, einn á móti. Hreppsnefnd leggur áherslu mikilvægi þess að verkstæði Jóns Helgasonar verði gert kleyft að starfa áfram í húsinu.
2. Bréf frá Álfasteini
Lagt fram bréf Álfasteins frá 19.mars 2009 varðandi húsaleigusamning í Iðngörðum.
3. Fundargerð Brunavarna á Austurlandi 16. mars.
Lögð fram til kynningar.
4. Fundargerð HAUST nr. 82.
Lögð fram til kynningar.
5. Skýrsla Sveitarstjóra.
Fyrirhugaður atvinnumálafundur verður haldinn 30. apríl þar verða fyrirlestrar um grunnþætti í atvinnumálum Borgarfjarðar. Fundurinn verður auglýstur á næstunni.
Lagðar fram til kynningar tillögur frá HAUST um hunda og kattahald. Þetta er tilraun til samræmingar á reglum á starfssvæði HAUST, tekið fyrir á næsta hreppsnefndarfundi.
Framkvæmdir við áhaldahús eru hafnar aftur og verið að koma fyrir millivegg og lofti.
Rætt um vinnu við þriggja ára fjárhagsáætlun hreppsins.
Kynnt stefnumótun Menningarráðs Austurlands, menningarstefna í þágu samfélagsins.
Fundi slitið kl. 19.25
Framlengdur er umsóknarfrestur Atvinnuaukningarsjóðs Borgarfjarðarhrepps til 1. maí.