Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2009 mánudaginn 16. mars kl.17.00 í Hreppsstofu. Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og varamaðurinn Bjarni í stað Steins, ásamt sveitastjóra.
1. Aðalskipulag, breyting á landnotkun
Með vísan til 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 samþykkir hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016. Í breytingunni felst eftirfarandi: Á jörðinni Klyppsstað verði gert ráð fyrir lóð allt að 1 ha. fyrir verslun og þjónustu. Klyppsstaður er ríkisjörð og verður tákn fyrir verslun og þjónustu merkt BV4. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ætlar að reisa ferðaþjónustuna, gert er ráð fyrir að þar geti risið svefnskáli auk skálavarðarhúss og hreinlætishúss, sambærilegt og á tveimur öðrum stöðum í sveitafélaginu.
2. HSA þjónusta
Oddviti og sveitastjóri fengu fund með framkvæmdastjóra HSA 9. mars s.l. Á fundinum baðst framkvæmdastjóri afsökunar á því með hvaða hætti niðurfelling á læknisþjónustu á Borgarfirði var kynnt sveitastjórn og íbúum. Einnig kom fram að meginástaðan fyrir því að læknir hættir að koma á Borgarfjörð er niðurskurður á þjónustu hjá HSA, í sparnaðarskyni, en kostnaðurinn er kr. 650 þús. á ári. Hreppsnefndin dregur í efa að það náist aukin hagkvæmni í rekstri HSA þó læknisheimsóknir verði lagðar af á Borgarfirði og bendir á þá skerðingu sem orðið hefur, frá því að læknir kom einu sinni í viku, niður í að læknir kemur einu sinni í mánuði eins og verið hefur frá því að framkvæmdir vegna uppbyggingar á Mið-Austurland hófust.
Hreppsnefndin mótmælir því harðlega að læknisþjónusta verði aflögð á Borgarfirði.
3. Skýrsla sveitastjóra
Fram kom að keyptur hefur verið umbeðin búnaður fyrir slökkviliðið m.a. vegna reykköfunar og fjarskipta.
Fundi slitið kl. 19.00
Kristjana Björnsdóttir