Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 5. fundar á árinu 2009 mánudaginn 2. mars kl.17.00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Bjarni í stað Steins, ásamt sveitastjóra.
Oddviti bar upp tillögu um dagskrárbreytingu þannig að 5. dagskrárliður verður kosning undirkjörstjórnar vegna Alþingiskosninga. Tillagan samþykkt.
- Styrkbeiðni
Beiðninni er vísað til félagsmálanefndar.
- Markaðsstofa Austurlands aðalfundur
Jón Þórðarson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Hafþór Snjólfur Helgason til vara.
- Atvinnumál
Stefnt að því að boða til almenns fundar um atvinnumál nú í mars.
- Skýrsla sveitarstjóra
Fram kom m.a. að gert er ráð fyrir að framlög Jöfnunarsjóðs verði svipuð og á fyrra ári, Jón sagði frá heimsókn sinni í Byggðastofnun, sótt hefur verið um fjárveitingu í styrkvegasjóð til viðhalds á vegum til Víkna. Einnig hefur verið sótt um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2008 til 2009. Undir þessum lið sagði oddviti frá fundi í húsnefnd Fjarðarborgar rætt var um fjárhagsstöðuna sem er afar bágborin og hugsanlegar lausnir á fjárhagsvanda félagsheimilisins.
- Kosning undirkjörstjórnar til Alþingiskosninga
Aðalmenn: Bjarni Sveinsson Varamenn: Helga Erlendsdóttir Björn Aðalsteinsson Kári Borgar Ásgrímsson Jóna Björg Sveinsdóttir Freyja Jónsdóttir
Kosning þeirra gildir til loka kjörtímabils hreppsnefndar.
Fundi slitið kl: 19.10 Kristjana Björnsdóttir
ritaði