Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

5. fundur 02. mars 2009

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 5. fundar á árinu 2009 mánudaginn 2. mars kl.17.00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Bjarni í stað Steins, ásamt sveitastjóra.

Oddviti bar upp tillögu um dagskrárbreytingu þannig að 5. dagskrárliður verður kosning undirkjörstjórnar vegna Alþingiskosninga. Tillagan samþykkt.

 

  1. Styrkbeiðni

Beiðninni er vísað til félagsmálanefndar.

  1. Markaðsstofa Austurlands aðalfundur

Jón Þórðarson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Hafþór Snjólfur Helgason til vara.

  1. Atvinnumál

Stefnt að því að boða til almenns fundar um atvinnumál nú í mars.

  1. Skýrsla sveitarstjóra

Fram kom m.a. að gert er ráð fyrir að framlög Jöfnunarsjóðs verði svipuð og á fyrra ári, Jón sagði frá heimsókn sinni í Byggðastofnun, sótt hefur verið um fjárveitingu í styrkvegasjóð til viðhalds á vegum til Víkna. Einnig hefur verið sótt um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2008 til 2009. Undir þessum lið sagði oddviti frá fundi í húsnefnd Fjarðarborgar rætt var um fjárhagsstöðuna sem er afar bágborin og hugsanlegar lausnir á fjárhagsvanda félagsheimilisins.

  1. Kosning undirkjörstjórnar til Alþingiskosninga

Aðalmenn: Bjarni Sveinsson Varamenn: Helga Erlendsdóttir Björn Aðalsteinsson Kári Borgar Ásgrímsson Jóna Björg Sveinsdóttir Freyja Jónsdóttir

Kosning þeirra gildir til loka kjörtímabils hreppsnefndar.

 

Fundi slitið kl: 19.10 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?