Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

4. fundur 16. febrúar 2009

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2009 mánudaginn 16. febrúar kl.17.00 í Hreppsstofu. 

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, Bjarni mættur í stað Steins, ásamt sveitastjóra.

 

  1. Álagningfasteignagjalda2009

Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006. Þá ákvað hreppsnefndin að nýta heimild í sömu reglum og veita styrk til greiðslu fasteignaskatts af fjórum eignum.

 

  1. ErindifráSSAvegnaÚÍA

ÚÍA óskar eftir styrk frá sveitafélögum á félagssvæðinu að upphæð kr. 200. pr. íbúa. Hreppsnefndin samþykkir að greiða hlut Borgarfjarðarhrepps sem er kr. 28.200.

 

  1. Erindifrásjálfboðaliðasamtökum

Fyrirspurnir hafa borist frá tveimur hópum sem óska eftir að fá verkefni hér í sumar. Ákveðið að bjóða Veraldarvinum að koma, þeir hafa unnið áður að hreinsun og fleiri verkefnum fyrir Borgarfjarðarhrepp.

 

Oddviti bar upp tillögu um dagskrárbreytingu þess efnis að fjórði dagskrárliður verði kjör fulltrúa á XXIII. landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga og umboð til að fara með atkvæði á aðalfundi Lánasjóðs sveitafélaga 2009.

 

  1. Lánasjóður sveitafélaga aðalfundur, XXIII. Landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga.

Sveitstjórn samþykkti að Jakob Sigurðsson fari með atkvæði sveitafélagsins á aðalfundi Lánasjóðs sveitafélaga ohf. þann 13. mars n.k. Jakob verður einnig fulltrúi á Landsþinginu og Jón Þórðarson til var.

 

  1. Skýrslasveitarstjóra

Kynnt fyrirhuguð breyting á svæðisskipulagi Héraðssvæðis sem hreppsnefndin hefur ekkert við að athuga.

 

 

Fundi slitið kl: 18.55

 

Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?