Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

1. fundur 12. janúar 2009

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 1. fundar á árinu 2009 mánudaginn 12. jan. kl.17.00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana og Ólafur, Bjarni Sveinsson mættur í fjarveru Steins. Sveitstjóri mættur að vanda.

 

1 Útsvarsprósenta 2009 (endurákvörðun)

Útsvarsprósenta gjaldenda í Borgarfjarðarhreppi hækkar úr 13,03% í 13,28% sem er hámarskálagning útsvars samkvæmt nýgerðum breytingum, hækkunin er tilkomin vegna þess að þau sveitfélög sem ekki nýta hámarksálagningu til útsvars geta ekki vænst þess að fá greitt aukaframlag úr jöfnunarsjóði sveitafélaga.

 

2 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 2. jan. 2009

Borgarfjarðarhreppur hefur verið sýknaður af kröfu Kaupþings vegna meintrar ábyrgðar á skuldabréfi sem Álfasteinn ehf (gamli) gaf út til Búnaðarbanka Íslands 19. mars 1997. Í dómsorðum segir að: ,,Stefndi, Borgarfjarðarhreppur, er sýknaður af kröfum stefnanda, Nýja Kaupþings banka hf. Málskostnaður fellur niður.”

 

3 Fundargerð Héraðsskjalasafns frá 9. des. 2008

Fundargerð stjórnar safnsins lögð fram til kynningar.

 

4 Bláfáninn 2009

Hreppsnefndin samþykkir að sækja áfram um Bláfánann fyrir Bátahöfnina, Ólafur verður sveitastjóra til aðstoðar sem fyrr.

 

5 Skýrsla Sveitarstjóra

Með bréfi dags. 7. jan. óskar samgönguráðuneytið eftir upplýsingum ,,um þær reglur sem í gildi eru varðandi afslátt á fasteignaskatt skv. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.” Sveitastjóri mun senda ráðuneytinu bókun hreppsnefndar frá 6. mars 2006 en þar er að finna reglur þar að lútandi.

 

Fundi slitið kl: 18.30

Kristjana Björnsdóttir

ristaði

 

 

Næsti reglulegi fundur Hreppsnefndar verður 2. febrúar

Getum við bætt efni þessarar síðu?