Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

21. fundur 15. desember 2008

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 21. fundar á árinu 2008 mánudaginn 15. des. kl.17.00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar og Kristjana og varamennirnir Ásta Sigfúsdóttir og Bjarni Sveinsson í forföllum Ólafs og Steins.


1. Erindi frá Hvítserk ehf
Óskað eftir styrk til greiðslu fasteignagjalda af Pósthúsinu vegna ársins 2008.
Hreppsnefndin samþykkir styrk til Hvítserks ehf að upphæð kr. 50 þúsund vegna nota Ævintýralands af húsnæðinu.

2. Bókhaldskerfi
Samþykkt að kaupa dk-viðskiptahugbúnað samkvæmt tilboði frá Mánatölvum og mun fyrirtækið sjá um uppsetningu.

3. Fjárhagsáætlun 2009 fyrri umræða
Áætlunin borin upp og samþykkt einróma til annarrar umræðu.
Staða sveitasjóðs er viðunandi og er stefnt að því að reksturinn verði einnig hallalaus á næsta ári.

4. Skýrsla Sveitarstjóra
Framkvæmdum við Sparkhöllina er að mestu lokið og væntanlega verður húsið notkunarhæft um jólin.


Fundi slitið kl: 18.35

Kristjana Björnsdóttir

ritaði
Næsti reglulegi fundur Hreppsnefndar verður 12. janúar 2009

Getum við bætt efni þessarar síðu?