Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 19. fundar á árinu 2008 mánudaginn 24. nóv. kl. 17:17 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Steinn, og Ólafur en Bjarni mættur í forföllum Kristjönu, ásamt sveitastjóra.
1.Brunavarnir á Austurlandi fundargerð og fjárhagsáætlun 2009 .
Farið yfir fundargerð og áætlun fyrir 2009, útgjöld Borgarfjarðarhrepps 2009 áætluð kr. 776.133. Áætlunin samþykkt.
2.Fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafn Austfirðinga 2009.
Fjárhagsáætlun Héraðsskjalasafns Austfirðinga fyrir 2009 samþykkt samhljóða kr.314.572.
3.Fasteignagjöld 2009.
Lóðagjöld: 2% af fasteignamati lóðar. Sorphreinsunargjöld: kr. 10.000 á íbúð enþar sem lítið sorp er kr. 5.500. 50 pokar innifaldir í sorphreinsunargjaldi.Aukapokar til sölu í áhaldahúsi í heilum búntum.Sorpförgunargjöld skv. óbreyttri gjaldskrá: Bændur, útgerðarmenn o.fl. kr. 4.000, FKS kr. 50.000. Sveitarotþróargjöld skv. óbreyttri gjaldskrá: kr. 3.000 á rotþró.Vatnsgjöld: á húsnæði 0.3% af fasteignamati að hámarki kr. 12.000 lágmarki kr. 5.000. FKS kr. 30.000.Holræsagjald: 0,13% af fasteignamati. Fasteignaskattur: á íbúðarhúsnæði og bújarðir 0,36%, á atvinnuhúsnæði 1%, á sjúkrastofnanir, skóla og fl. 1.32%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 4 á árinu. Gjöldin eru óbreitt frá fyrra ári.
4.Útsvarsprósenta 2009
Útsvarsprósenta fyrir 2009 ákveðin 13.03%.
5. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun.
6. Skýrsla Sveitarstjóra.
Fjallað um framkvæmdir ma. Sparkhöll sem er nánast tilbúinn. Farið yfir upplýsingar sem komu fram á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga ma. Minni framlög úr Jöfnunarsjóði. Sagt frá fundi samtaka minni sveitarfélaga með ráðherra sveitarstjórnarmála. Erindi frá Fjölmenningarsetri o.fl.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 1935
Fundargerð ritaði Jón Þórðarson