Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 18. fundar á árinu 2008 mánudaginn 3. nóv. kl. 17:00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, og Ólafur en Bjarni mættur í forföllum Steins, ásamt sveitastjóra.
1.
Minjasafn Austurlands fjárhagsáætlun
Hreppsnefndin samþykkir fjárhagsáætlun Minjasafnsins að upphæð kr. 21,1 miljón, sem felur í sér 3 stöðugildi við safnið.
2.
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Fyrir tekin ósk Ferðafélagsins um styrk í tilefni af 40 ára afmæli félagsinsá næsta ári.Hreppsnefndin mun skoða málið með jákvæðum huga við gerð fjárhagsáætlunar.
3.
Fundargerð Skólaskrifstofu Austurlands
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4.
Skýrsla sveitarstjóra
Meðal annars rætt um lausnir varðandi bókhaldskerfi Hreppsins og lausagöngu hrossa. Lausaganga hrossa er og hefur verið viðvarandi vandamál, því verður ekki lengur umflúið að taka af meiri festu á lausagöngu en hingað til hefur verið gert.Rætt verður við þá sem hlut eiga að máli.
Fundi slitið kl. 19.05
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Hunda og kattahreinsun verður 19. nóv.