Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

17. fundur 20. október 2008

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 17. fundar á árinu 2008 mánudaginn 20. okt. kl. 17:00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Bjarni í forföllum Steins, ásamt sveitastjóra.



1. Atvinnuaukningasjóður afgreiðsla umsókna

Samþykkt að veita lán að upphæð 1.200 þúsund til hvors umsækjanda, Álfheima ehf og Blábjarga ehf, að uppfylltum þeim skilyrðum sem reglur sjóðsins kveða á um.


2. Tilnefning fulltrúa á aðalfund HAUST

Bjarni Sveinsson verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps og Kristjana til vara. Hreppsnefndin hvetur til aðhalds í rekstri Heilbrigðiseftirlitsins svo ekki þurfi að koma til gjaldskrárhækkana.


3. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um gerð fjárhagsáætlunar, stefnt að því að vinna við hana hefjist síðari hluta nóvember.


4. Skýrsla sveitarstjóra
Fram kom m.a. að aukaframlag jöfnunarsjóðs er rúmar 3 milljónir, búið er að skipta um rafmótor við löndunarkrana í bátahöfninni. 

Refa og minkaveiðar: Kostnaður við refaveiðar er kr. 941.585 en mun fleiri dýr hafa verið unnin í ár en í fyrri eða 63 á móti 22. Kostnaður við mikinn er kr. 420.908 þar er kostnaður við hvert dýr 15.032 en þar fækkaði unnum dýrum úr 41 í 28.

Skipulags- og byggingarnefnd Fljótsdalshéraðs óskar eftir tilnefningu í samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags Héraðssvæðis. Jón Þórðarson og Hafþór Snjólfur Helgason skipaðir í nefndina og varamenn Jakob Sigurðsson 
og Þorsteinn Kristjánsson.

Fundi slitið kl. 19.45

Kristjana Björnsdóttir

ritaði


Hunda- og kattaeigendur á Bakkagerði eru beðnir um að gæta þess dýr þeirra séu skráð eins og reglugerð segir til um, nálgast má skráningablöð hjá sveitarstjóra á skrifstofu Borgarfjarðarhrepps.

Getum við bætt efni þessarar síðu?