Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 16. fundar á árinu 2008 mánudaginn 06. okt. kl. 17:00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Bjarni í forföllum Steins, ásamt sveitastjóra.
1. Atvinnuaukningasjóður umsóknir
Tvær umsóknir bárust sjóðnum, báðar fullgildar og verða þær teknar til afgreiðslu á næsta fundi.
2.
a)Ný lög um almannavarnir
Bréf frá Dóms- og kirkjumálaráðherra dags. 9. sept. s.l. lagt fram til kynningar. ,,Í 3. mgr. 9. gr. laganna er heimild sveitastjórnum til handa að vinna saman að gerð viðbragðsáætlunar, semja um gagnkvæma aðstoð eða
koma á fót sameiginlegri almannavarnanefnd. Sameining almannavarnanefnda eða samstarf þeirra er háð staðfestingu ráðherra.”
b) Almannavarnarnefnd Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar
Fundargerð frá 22. sept. s.l. lögð fram til kynningar.
c) Erindi frá Seyðisfjarðarkaupstað.
,,Bæjarráð Seyðisfjarðar telur eðlilegast að mynduð verði ein almannavarnanefnd fyrir starfssvæði sýslumanns N-Múlasýslu eins og heimilt er að gera samkvæmt 9. gr. laga 82/2008. Bæjarstjóra falið að óska eftir
viðræðum við sýslumann og sveitarfélögin á starfssvæðinu vegna þessa.”
Hreppsnefndin tekur undir með bæjarráðinu, sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarfjarðarhrepps.
3. Skýrsla sveitarstjóra.
Sveitarstjóri og oddviti sögðu frá aðalfundi SSA sem haldinn var á Djúpavogi.
Bræðslan 2008 og Magni Ásgeirsson hlutu menningaverðlaun SSA og óskar hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps þeim til hamingju með verðskuldaðan heiður.
Hafnasambandsþing var haldið á Akureyri sveitarstjóri sótti þingið.
Minjasafn Austurlands hefur látir vinna skýrslu um Kjarvalshvamm ,,Fyrstu hugmyndir að aðgerðum til þess að auka virðingu staðarins og tryggja verndum hans” Hreppsnefndin fagnar áhuga Minjasafnsins og hvetur til
samstarfs við Kjarvalsstofu. Fundargerð Brunavarna á Austurlandi lögð fram til kynningar.
Námsskeið í rekstri smáfyrirtækja verður á hér Borgarfirði. Námskeiðið verður kennt í 16 hlutum, 8 skipti fyrir jól og 8 skipti eftir þorrablót. Skráning á námskeiðið er hjá sveitarstjóra.
Fundi slitið kl: 19.15
Kristjana Björnsdóttir
ritaði
Þeim sem vilja koma erindum til hreppsnefndar er bent á að koma þeim á framfæri við sveitarstjóra. Frestur til að skila inn erindum er til kl:12 á hádegi fimmtudaga fyrir reglulega fundi.