Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

14. fundur 01. september 2008

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 14. fundar á árinu 2008 mánudaginn 1. sept. kl. 17:00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Steinn, ásamt sveitastjóra.



1. Milliuppgjör 31.07.2008

Farið yfir fjárhagsstöðu Borgarfjarðarhrepps eftir fyrstu sjö mánuði ársins.

Tekjur og gjöld hreppsins eru í samræmi við fjárhagsáætlun.



2. Fundargerð bygginganefndar frá 28.08.2008.

Fundargerð skipulags- og bygginganefndar lögð fram, hreppsnefndin samþykkti fundargerðina eftir nokkra umræðu.



3. Samþykkt um gatnagerðargjöld í Borgarfjarðarhrepp

Farið yfir drög að samþykkt um gatnagerðargjöld í Borgarfjarðarhreppi. Samþykkt að fresta málinu til næsta fundar.



4. Umsögn um veitingu rekstrarleyfa til Skúla Sveinssonar

Að fengnum viðbótarupplýsingum hefur hreppsnefndin ekkert við veitingu leyfisins að athuga.



5. Skýrsla sveitastjóra

Vinna er hafin við uppsetningu sparkhallarinnar.


Í lok fundar var rætt um neysluvatnsmál á Borgarfirði og í Njarðvík.



Nú er ljóst að tafir verða á endurbótum á leiðinni Hóll – Móberg á Borgarfjarðarvegi en ekki fékkst viðunnandi tilboð í verkið. Vegagerðin stefnir að endurútboði nú í haust og væntir hreppsnefndin þess að verkið geti hafist hið allra fyrsta.

Fundi slitið kl: 19.10 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?