Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

13. fundur 11. ágúst 2008 11.08.2008

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 13. fundar á árinu 2008 mánudaginn 11. ágústkl. 17:00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Steinn, ásamt sveitastjóra.

1. Fundargerð skólanefnda grunnskóla og leikskóla 31.07.2008
Lögð fram til kynningar og umræðu.

2. Sameining grunnskóla og leikskóla, kosning skólaráðs
Að fengnu áliti skólanefnda grunn-og leikskóla frá 31. 07. 2008 og með vísan til laga nr. 91 12. júní 2008 gr. 45. ákvað hreppsnefndin að frá og með skólaárinu 2008 til 2009 verði leikskólinn Glaumbær og grunnskóli Borgarfjarðar reknir saman undir stjórn eins skólastjóra. Þá var ákveðið að skólaráð, sbr. 8 gr. og foreldraráð sbr. 11. gr. laga um leikskóla, starfi sameiginlega í einu ráði.

Skólaráðið skipa: Andrés Björnsson, Ólafur Hallgrímsson og Susanne Neumann sem aðalmenn og Renata Miszewska, Sigurlína Kristjánsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímssontil vara.Helga Erla Erlendsdóttir verður skólastjóri.

3. Samningur um félags og barnaverndarþjónustu
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps samþykkir aðild Seyðisfjarðarkaupsstaðar að samningnum, sveitastjóra falin undirritun.

4. Fjallskil 2008
1. Kosning fjallskilastjóra
Fjallskilastjóri var kosinn Jón Sigmar Sigmarsson
2. Framkvæmd fjallskil
Landbúnaðarnefnd ákveður fjárfjölda í dagsverki, skipar gangnastjóra, jafnar niður dagsverkum á bændur og ákveður gangnadaga.
3. Fjallskil í Loðmundarfirði
Stefnt að því að fjallskil í Loðmundarfirði verði svipuðu sniði og seinasta haust.

5. Umsögn um veitingu rekstrarleyfa til Skúla Sveinssonar
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

6. Íslenska Sjómannaalmanakið 2009
Boðin er skráning í hafnarkafla almanaksins, skráningin afþökkuð.

7. Skýrsla sveitarstjóra
Fram kom að húsið yfir sparkvöllinn er komið á staðinn og gert er ráð fyrir að hafist verði handa við reisingu seinna í þessum mánuði. Enn er allt í óvissu um framkvæmdir á veginum Hóll – Móberg.

Fundi slitið kl: 20.15
Kristjana Björnsdóttir
ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?