Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 12. fundar á árinu 2008 mánudaginn 7. júlí kl. 17:00 í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Steinn og varamaðurinn Bjarni Sveinsson í stað Kristjönu, ásamt sveitastjóra. Í upphafi fundar bar oddviti upp tillögu um breytingu á dagskrá þess efnis að fyrir verði tekið staðfesting á byggingarleyfi til Ferðaþjónustunnar Álfheima ehf. Tillagan samþykkt og verður breyting á auglýstri dagskrá þannig að 5. liður verður Byggingarleyfi.
1.. Úthlutun byggðakvóta
Ólafur Hallgrímsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu við afgreiðslu þessa máls. Vanhæfi samþykkt með fjórum atkvæðum.
Sveitarstjóra falið að svara erindi ráðuneytisins um úthlutun byggðakvóta.
2.. Sameining grunnskóla og leikskóla.
Samþykkt að vinna að málinu og stefna að sameiningu fyrir byrjun skóla í haust.
3.. Umsögn um veitingaleyfi v/Fjarðarborgar.
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.
4.. Umsóknir um lausa íbúð.
Bjarni Sveinsson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Vanhæfi féll á jöfnum atkvæðum 2/2.
Samþykkt að leigja Freyju Jónsdóttur Ásbrún 1.
5.. Byggingarleyfi.
Hreppsnefnd staðfestir útgefið byggingarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Álfheima dagsett 02.07.2008
6.. Skýrsla sveitarstjóra.
Upplýst um framkvæmdir við vatnsveitu og frárennsli. Rætt um uppsetningu húss yfir sparkvöllinn. Sagt frá nýrri reglugerð um mat á þörf aldraðra fyrir dvalarrými. Vesturíslenskur kór er væntanlegur í heimsókn 4. ágúst. Ákveðið að taka þátt í Austfjarðatröllinu. Ákveðið að sveitarstjóri verði fulltrúi hreppsins á hafnarsambandsþingi.
Næsti fundur 11. ágúst.
Fundi slitið kl. 2000
Fundargerð ritaði
Jón Þórðarson