Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

11. fundur 02. júlí 2008

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 11. fundar á árinu 2008

mánudaginn 2. júní kl. 17:00 í Hreppsstofu.

Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar og Kristjana og varamennirnir Bjarni Sveinsson og Björn Skúlason í stað Ólafs og Steins, ásamt sveitastjóra.



Í upphafi fundar bar oddviti upp tillögu um breytingu á dagskrá þess efnis að fyrir verði tekið ráðning skólastjóra. Tillagan samþykkt og verður breyting á auglýstri dagskrá þannig að 6. liður verður ráðning skólastjóra en 7. liður skýrsla sveitarstjóra.



1. Ársreikningur 2007 síðari umræða

Helstu niðurstöðutölur:

Heildartekjur A-hluta 87.540.937

Heildargjöld A-hluta án fjármagnsliða 71.323.226

Heildartekjur A og B-hluta 90.096.513

Heildargjöld A og B-hluta án fjármagnsliða 75.279.657

Rekstrarniðurstaða A-hluta 19.174.419

Rekstrarniðurstaða A og B hluta 14.236.492

Skuldir og skuldbindingar A-hluta 22.341.613

Skuldir og skuldbindingar A og B-hluta 74.037.259

Eigið fé A-hluta 165.060.098

Eigið fé A og B-hluta 142.944.021



Ársreikningurinn samþykktur einróma og áritaður af sveitarstjórn.



2. Kjör oddvita og varaoddvita

Oddvitakjör:Jakob Sigurðsson fjögur atkvæði

Kristjana Björnsdóttir eitt. Jakob skoðast því rétt kjörinn

Varaoddviti: Jón Sigmars Sigmarsson þrjú atkvæð Ólafur Hallgrímsson eitt og Kristjana Björnsdóttir eitt. Jón Sigmar skoðast því rétt kjörinn.



3. Deiliskipulag lóðar fyrir gistihús afgreiðsla

Deiliskipulagið samþykkt einróma.



4. Fundargerð Bygginganefndar frá 27. maí

Hreppsnefnd staðfestir framlagða fundargerð en minnir á að til þess byggingarleyfi öðlist gildi þarf hreppsnefnd að staðfesta að það.



5. Bréf frá Susanne Neumann

Susanne óskar eftir að leigja land af Borgarfjarðarhreppi til hrossabeitar.

Hreppsnefndin telur sér ekki fært að verða við beiðninni að svo stöddu en mun skoða málið með jákvæðum huga þegar upplýsingar um beitarþol svæðisins og fjölda hrossa sem fyrirhugað er að beita liggja fyrir.





1. Ráðning skólastjóra

Að fenginni umsögn skólanefndar samþykkir hreppsnefndin einróma að ráða Helgu Erlu Erlendsdóttur skólastjóra við Grunnskóla Borgarfjarðar frá 1. ágúst

n.k.



6. Skýrsla sveitarstjóra

Ársreikningur og aðalfundargerð Dvalar- og hjúkrunarheimilis aldraðra frá 27. maí lagt fram til kynningar.



Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps lýsir furðu og óánægu með þá einhliða ákvörðun framkvæmdaráðs HSA að fella niður læknismóttöku á Borgarfirði frá 1. júní til 1. okt. og skorar á framkvæmdaráðið að endurskoða þessa ákvörðun.



Fundi slitið kl:20.40 Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?