Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

10. fundur 14. maí 2008

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 10. fundar á árinu 2008 miðvikudaginn 14. maí 2008 kl. 17:00í Hreppsstofu.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Steinn, ásamt sveitastjóra.Einnig var mættur Hlynur Sigurðsson endurskoðandi frá KPMG.

1. Ársreikningur 2007 fyrri umræða.
Ársreikningur 2007 lagður fram, Hlynur skýrði reikninginn og svaraði spurningum. Reikningurinn samþykktur einróma við fyrri umræðu og vísað til síðari umræðu.

2. Tjaldstæði
Fyrir liggur samantekt á tekjum og kostnaði vegna tjaldsvæðis 2007 svo virðist sem gistinóttum hafi fækkað milli ára. Helgi Hlynur fer fram á það að greiðsla hans til hreppsins verði lækkuð. Hreppsnefndin fellst á að lækka leiguna um krónur 150 þúsund. Engin viðbrögð voru við auglýsingu um rekstur tjaldsvæðisins. Steinn Eiríksson lagðifram svo hljóðandi tillögu: ,,Sveitastjóra verði falið að ræða við Helga Hlyn um rekstur tjaldsvæðisins í sumar”. Tillagan var felld með þremur atkvæðum tveir voru samþykkir.Oddviti lagði til að á sumri komanda verði rekstur tjaldsvæðisins með sama hætti og var áður en reksturinn var leigður út. Samþykkt með þremur atkvæðum, einn var á móti.

3. Erindi frá Ferðamálahópnum
Kristjana vakti athygli hreppsnefndarmanna á hugsanlegu vanhæfi sínu við umfjöllun þessa dagskrárliðar.Oddviti bar vanhæfið undir atkvæði og var það fellt með fjórum atkvæðum gegn einu.Fyrir liggur bréf frá Ferðamálahópnum þar sem kynntar eru framkvæmdir sem hópurinn hyggst fara í nú á vordögum.Hreppsnefndin fagnar áformum Ferðamálahópsins og samþykkir að styrkja endurútgáfu á ,,litlu bókinni” um krónur 100 þúsund.Sveitastjóri mun huga að endurnýjun á upplýsingaskilti við Sigtún í samráði við Ferðamálahópinn.

4. Austurland3 miðlar
Land og Saga ehf býður Hreppnum að kaupa pláss í kynningarblaði um Austurland erindinu hafnað.

5. Erindi frá Helga og Bryndísi RéttarholtiFram kom tillaga frá Steini Eiríkssyni um að erindinu verði vísað frá fundi. Tillagan felld með þremur atkvæðum gegn einu, einn sat hjá.
Steinn Eiríksson gerir eftirfarandi bókun:

,,Vegna órökstuddra dylgna í minn garð sem hafa komið fram í bréfum frá Helga M. Arngrímssyni og Bryndísi Snjólfsdóttur, seinast í bréfi dagsettu 5. maí 2008 til sveitastjórnar, þar sem einn sveitastjórnarmaður er tilgreindur sem almennt vanhæfur til að fjalla um þeirra mál er nauðsynlegt að komi fram að aðilar sem ekki eiga sæti í sveitastjórn geta ekki krafist þess að sveitastjórn úrskurði einhvernsveitastjórnarmann vanhæfan í umfjöllun um þeirra mál.Slíkt er berlega í andstöðu við sveitastjórnarlög frá 1998 nr. 45 3. júní, 19. gr.Sveitastjórnarmenn eru vanhæfir í umfjöllun eigin mála eða venslamanna og þá að undangenginni atkvæðagreiðslu í sveitastjórn.Það að sveitastjórn vísi ekki frá erindum sem innihalda slíkar dylgjur og kröfur er ekki ásættanlegt, því slík erindi eru ekki tæk til afgreiðslu.”
Sveitastjóra falið að svara erindinu.

6. Skýrsla sveitarstjóra
Sveitastjóri hefur kynnt Siglingamálastofnun hugmyndir heimamanna um fyrirhugaðabryggju við Hólmagarð, einnig var drepið á verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum, vinnuskólann, sem verður með sama hætti og áður, sparköll og veraldarvini.

Fundi slitið kl. 20.55Kristjana Björnsdóttir ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?