Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 9. fundar á árinu 2008 þriðjudaginn 15. apríl kl. 17:00í Hreppsstofu, fundurinn er aukafundur.
Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Steinn, ásamt sveitastjóra.
Oddviti óskaði eftir dagskrárbreytingu sem var samþykkt og verður rekstur tjaldsvæðis 2008 því 3. dagskrárliður og Álfasteinn 4.
1. Þriggja ára fjárhagsáætlun
Áætlunin tekin til síðari umræðu, og samþykkt einróma
2. Kögur kauptilboð
Borist hefur kauptilboð í Kögur að upphæð kr. 1.600.000 frá Kára Borgari ehf,hreppsnefndin er sammála um að taka tilboðinu.
3. Rekstur tjaldsvæðis 2008
Ákveðið að leita tilboða í rekstur tjaldsvæðisins líkt og gert var s.l. sumarið.
4. Álfasteinn
Steinn Eiríksson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu, hreppsnefndin samþykkti vanhæfi Steins einróma.Hreppsnefndin hafnar ósk Álfasteins ehfum að Borgarfjarðarhreppur kaupi hlutafé í fyrirtækinu.
Fundi slitið kl. 19.10Kristjana Björnsdóttir ritaði
Næsti reglulegi fundur hreppsnefndar verður mánudaginn 5. maí 2008
Tjaldsvæðisrekstur sumarið 2008
Borgarfjarðarhreppur óskar eftir tilboðum í rekstur tjaldsvæðis hreppsins. Reksturinn er leigður frá 1. júní til 31. ágúst 2008. Gögn verða afhent á Hreppsstofu frá 25. apríl þeim sem þess óska. Tilboðum skal skila á Hreppstofu fyrir kl. 14.00 föstudaginn 2. maí og verða tilboðin opnuð kl: 14.15 þann sama dag að viðstöddum bjóðendum. Hreppsnefnd áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum
Fundargerð 08041509
Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 8. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu þriðjudaginn 8. apríl kl. 17:00Mættir hreppsnefndarmennirnir Jakob, Jón Sigmar, Kristjana, Ólafur og Steinn, ásamt sveitastjóra
1. Atvinnuaukningarsjóður umsókn
Ein lánsumsókn barst fyrir eindaga frá Skúla Sveinssyni til endurbóta á Borg og Sjávarborg. Samþykkt lán að upphæð 440 þúsund, að uppfylltum þeim skilyrðum sem reglur sjóðsins kveða á um.
2. Markaðsstofa Austurlands
Þjónustusamningur til tveggja ára milli Borgarfjarðarhrepps og Markaðsstofunnar undirritaður af sveitastjóra fyrir hönd Borgarfjarðarhrepps.
3. Tónlistarkennsla
Átján nemendur stunda hljóðfæranám við Grunnskólann nú á vorönn.Kannað verður með möguleika á áframhaldandi tónlistarkennslu í samráði við skólastjóra Grunnskólans.
4. Álagning fasteignagjalda
Farið yfir álagningaskrá fasteignaskatts. Fasteignaskattar felldir niður samkvæmt reglum hreppsnefndar frá 6. mars 2006.
5. Aðalskipulag (áður útsend gögn)
Aðalskipulagsbreytingin sem auglýst var skv. 18. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 var samþykkt einróma.
6. Þriggja ára fjárhagsáætlun
Áætlunin samþykkt einróma við fyrri umræðu.
7. Álfasteinn
Steinn Eiríksson vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu, hreppsnefndin samþykkti vanhæfi Steins einróma.Fyrir tekið erindi Álfasteins ehf þar sem farið er fram á að Borgarfjarðarhreppur kaupi hlut í félaginu fyrir kr. 3,5 miljónir til að tryggja 2 heilsársstörf á Borgarfirði.Hreppsnefndin felur sveitastjóra að afla frekari upplýsinga frá Álfasteini fyrir næsta fund hreppsnefndar og frestar ákvarðanatöku þar til frekari gögn liggja fyrir.
Í skýrslu sveitarstjóra kom fram að sótt hefur verið um styrk í Orkusjóð til tilraunaboranna, rætt um hugsanlega eignaskiptingu á Skemmu á Heiðinni og heimaþjónustu. Þá vartekin umræða um refaveiðar og mun sveitastjóri vinna málið áfram.
Fundi slitið kl: 21.00Kristjana Björnsdóttir
ritaði