Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 7. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu mánudaginn 17. mars kl. 17:00Mættir hreppsnefndarmennirnir Steinn, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Bjarni í stað Ólafs, ásamt sveitastjóra.
1. Ráðningasamningur sveitarstjóra
Gengið frá ráðningarsamningi við Jón Þórðarson
2. Vinnumálastofnun
Fyrir tekið bréf frá Vinnumálastofnun þar sem óskað er eftir því að Borgarfjarðarhreppur taki að sér að sinna þjónustu við atvinnuleitendur.Ákvörðun frestað þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.
3. Vegahandbókin
Unnið er endurnýjaðri útgáfu af Vegahandbókinni sem mun gilda fyrir árin 2008 til 2009 Borgarfjarðarhreppur mun greiða fyrir birtingu eins og áður.
4. Brunavarnir á Austurlandi, ársreikningur.
Ársreikningurinn sem hlotið hefur samþykkt hjá stjórn Brunavarna á Austurlandi með fyrir vara um samþykkt sveitastjórna borin upp til samþykktar og samþykktur einróma.
5. Skýrsla sveitarstjóra
Meðal annars drepið á málefni Borgar ehf, lagt fram bréf frá eigendum Hvols, og rætt um málefni grunn- og leikskóla.Sveitarstjóri sagði frá samtölum við starfsmenn Orkusjóðs en sjóðurinn hefur auglýst eftir styrkumsóknum í tengslum við mótvægisaðgerðir Ríkistjórnarinnar. Hreppurinn mun sjáDíónýsía ,,listamönnunum” fyrir gistingu en þeir hyggjast dvelja hér í tíu daga nú í vor.
Fundi slitið kl:20.10 Kristjana Björnsdóttir
ritaði