Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

6. fundur 03. mars 2008

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 6. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu mánudaginn 3. mars kl. 17:00. Mættir hreppsnefndarmennirnir Kristjana, Jakob, Jón Sigmar, Ólafur, Bjarni í stað Steins ásamt nýráðnum sveitarstjóra Jóni Þórðarsyni.



1. Sveitastjóraskipti.

Nýr sveitarstjóri boðinn velkomin.

Gengið frá breytingu á prókúru sveitarfélagsins. Oddvita falið að ganga frá drögum að ráðningarsamningi og leggja fyrir næsta fund hreppsnefndar.



2. Iðngarðar kauptilboð.

Kauptilboð sem samþykkt var 19.12.2007 rann út í janúar. Húsið er enn til sölu.



3. Iðngarðar leigjendur.

Kristjana vakti athygli á hugsanlegu vanhæfi sín og var það samþykkt með fjórum atkvæðum og enginn á móti, yfirgaf Kristjana fundinn undir lið þrjú. Ákveðið að bjóða Jóni Helgasyni áframhaldandi leigu. Rætt verður við framkvæmdastjóra Álafsteins um áframhaldandi leigu.



4. Bréf frá HAUST.

Borist hefur ítrekun frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands um að öll hross verði fjarlægð af svæðinu umhverfis vatnsbólin.



5. Samgönguáætlun 2009 – 2012.

Sótt verður um framlag til sjóvarna og í Hólmabryggju.



6. Skýrsla oddvita.

Drepið á ýmis mál.



Fundi slitið kl. 20:10.

Fundargerð ritaði

Jón Þórðarson

Getum við bætt efni þessarar síðu?