Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 4. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu mánudaginn 18. febrúar kl. 17:00.Mættir hreppsnefndarmennirnir Steinn, Kristjana, Jakob, Jón Sigmar og Ólafur.
1.. Umsóknir um starf sveitarstjóra
Fyrir liggja þrjár umsóknir um starf sveitastjóra í Borgarfjarðarhreppi og verður ekki tekið við fleiri umsóknum.
Umsækjendur eru:
Ásta Hrönn Björgvinsdóttir Bakkahlíð 45 Akureyri
Ásta Margrét SigfúsdóttirBrautarholti Borgarfirði eystra
Jón Þórðarson Búðarfjöru 5 Akureyri
Umsækjendur verða boðaðir til viðtals í vikunni.
2.. Umsókn um leyfi frá störfum
Sigurlaug Margrét Bragadóttir óskar eftir eins árs leyfi frá störfum við Grunnskóla Borgarfjarðar, skólaárið 2998 til 2009, leyfið hyggst hún nota til að stunda grunnnám við KHÍ í hönnun, smíði og textíl. Skólastjóri mælir sterklega með því að Margréti verði veitt umbeðið leyfi.Hreppsnefndin samþykkir leyfið, fyrir sitt leiti, að uppfylltum skilyrðum námsleyfasjóðs.
3.. Skýrsla sveitarstjóra
Steinn sagði frá fundi með NA-nefndinni en hún hefur þaðhlutverk að ,,leita leiða til að styrkja atvinnulíf og samfélag í fámennum byggðarlögum á Norðurlandi eystra og Austurlandi.Borgarfjarðarhreppur mun óska eftir framlagi sem svarar til tveggja stöðugilda.Fundargerð Héraðsskjalasafns frá 11. febrúar lögð fram tilkynningar.Borist hefur tilboð í einkahlutafélagið Borg.Þá var rætt um samgönguáætlun, ákveðið að endurnýja umsókn um Bláfánann. Veraldarvinir sem og Díónýsía ,,listamennirnir” sem voru hér í fyrra hafa óskað eftir því að koma aftur með vorinu, málið verður athugað.
Farið yfir stöðu viðskiptamanna Borgarfjarðarhrepps.Minnst á refa- og minkaveiðar, fjallskil í Loðmundarfirði og rekstrarform tjaldstæðis.
Fundi slitið kl: 21:40
Kristjana Björnsdóttir ritaði