Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 3. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu mánudaginn 4. febrúar kl. 17:00.Mættir hreppsnefndarmennirnir Steinn, Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana. Fyrir lok fundarins, undir liðnum skýrsla sveitarstjóra, yfirgaf Kristjana fundinn.
1.. Fjárhagsáætlun 2008-síðari umræða
Áætlunin samþykkt einróma.
Helstu niðurstöðutölur í þús. kr.
Skatttekjur:57.050
Bókfærðar heildartekjur:75.413
Afkoma aðalsjóðs:7.314
Afkoma A-hluta:2.134
Afborganir langtímalána: 3.360
Fjárfestingar:17.700
Handbært fé frá rekstri: (321)
2..Aðalskipulag og deiliskipulag
Með vísan til 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 samþykkirhreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016.
Í breytingunni felst eftirfarandi:
·Um 5.000 fm. svæði norðan Bakkagerðisþorps breytist úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði.
·400. fm. svæði umhverfis gamla vatnstankinn vestast í Bakkagerðisþorpibreytist úr opnu og óbyggðu svæði í verslunar- og þjónustusvæði.
·Reitur BI 1 (iðnaðarsvæði) verður verslunar og þjónustusvæði.
·Íbúðasvæði ÍB 4 stækkar sem nemur 498 fm. og iðnaðarsvæði BI 6 minnkar að sama skapi
Einnig samþykkir hreppsnefndin með vísan til 25. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Bakkagerðisþorpi
·Tillagan nær til 5.000 fm. verslunar- og þjónustulóðar á Bökkunum, sem ætluð er til byggingar gistihúss.
3..Bréf frá Kjarvalsstofu
Oddviti, sem á sæti í stjórn Kjarvalsstofu, lagði fram til kynningar bréf frá Áskeli Heiðari þar sem reifuð er m. a. hugmynd þess efnis að Kjarvalsstofa kaupi Pósthúsið af Hvítserki ehf.
4..Skýrsla sveitastjóra
Farið yfir verksvið NA-nefndar, (sjá auglýsingu)
Borist hafa umsóknir um starf sveitarstjóra og eru þær í skoðun.
Fundi slitið kl: 21.45
Fundargerð rituðu Kristjana Björnsdóttir og Steinn Eiríksson
Sjá auglýsingu á bakhlið
AUGLÝSING:
Nefnd forsætisráðaneytisins (NA-nefndin) hefur verið skipuð. Tilgangurinn með skipun nefndarinnar er leita leiða til að styrkja atvinnulíf og samfélag í fámennum byggðarlögum á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Rekstraraðilar og aðrir sem hafa verkefni og hugmyndir sem geta fallið undir stuðning hins opinbera eru beðnir að hafa samband við sveitarstjóra sem fyrst. Frekari upplýsingar veitir Þorvaldur Jóhannsson hjá SSA, umsóknir þurfa að berast Hönnu Dóru Másdóttur hjá Iðnaðarráðuneytinu fyrir 20 febrúar 2008. NA-nefndin verður með fund á Hótel Héraði miðvikudaginn 6. febrúar nk. kl. 13-16 með fulltrúum sveitarfélaganna og atvinnulífsins á svæðinu. Aðilar á Borgarfirði sem hafa áhuga á að setja fundinn eru beðnir að hafa samband við sveitarstjóra