Fara í efni

Hreppsnefnd Borgarjarðar

2. fundur 21. janúar 2008

Hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps kom saman til 2. fundar á árinu 2008 í Hreppsstofu mánudaginn 21. janúar kl. 17:00.Mættir hreppsnefndarmennirnir Steinn, Jakob, Jón Sigmar, Ólafur og Kristjana.

1.. Fjárhagsáætlun 2008-Fyrri umræða-
Fjárhagsáætlun samþykkt einróma við fyrri umræðu.

2.. Samningur um tryggingar
Fyrir liggur tilboð frá VÍS í tryggingar á eignum og rekstri sveitarfélagsins til næstu þriggja ára. Hreppsnefndin samþykkir einróma að ganga að tilboðinu.

3.. Erindi Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
Fyrir tekið bréf frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs þar sem óskað er umsagnar hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps vegna umsóknar um lóð undir gistiskála, snyrtingu og aðstöðuhús fyrir skálavörð, í landi Klyppstaðar í Loðmundarfirði, en jörðin er ríkiseign.Ferðafélagið á og rekur tvo skála í Borgarfjarðarhreppi og hafa framkvæmdir og umgengni félagsins verið til sóma í alla staði. Hreppsnefndin mælir eindregið með því að Ferðafélagið fái umrædda lóð.

5..Skýrsla sveitarstjóra
Drepið á ýmis framkvæmdamál.

Fundi slitið kl: 19.25Kristjana Björnsdóttir

ritaði

Getum við bætt efni þessarar síðu?